Aflið fær 3 ára samning

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hefur gert samning við Aflið samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi til þriggja ára í þeim tilgangi að styðja við og efla starfsemi félagsins gagnvart þolendum ofbeldis. Samningurinn er til þriggja ára og fær Aflið 18 milljónir króna á ári, eða samtals 54 milljónir á samningstímanum. Fyrri samningar hafa verið […]

Tímapantanir

Borið hefur á því að ef einstaklingar eru að panta tíma í viðtöl hér í gegnum heimasíðuna berast beiðnirnar ekki til okkar í Aflið. Verið er að vinna í því að laga þetta og eins að uppfæra heimasíðuna okkar. Við bendum á að betra er að panta viðtal í gegnum facebook síðuna okkar Aflið, hringja […]

Ársskýrsla 2020

Ársskýrsla Aflsins fyrir árið 2020 er komin út. Ársskýrsla 2020

Aðalfundur 2021

Aðalfundur Aflsins verður fimmtudaginn 20. maí n.k. kl. 17.00. Fundurinn verður haldin í húsnæði Zontaklúbbs Akureyrar að Aðalstræti 54. Á dagskrá eru venjulega aðalfundarstörf.

Styrktarsjóður ELKO færir Aflinu gjafir.

Styrktarsjóður ELKO færði í gær barnadeild Sjúkrahússins á Akureyri, Aflinu og Hetjunum nokkrar gjafir. Fulltrúar allra þriggja mættu í verslun ELKO og tóku við tækjum og tólum. Aflið eru samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi og Hetjurnar er félag langveikra og fatlaðra barna á Norðurlandi. Haukur Hergeirsson verslunarstjóri ELKO segir styrktarsjóð fyrirtækisins árlega gefa ýmislegt til […]

Sumarlokun

Aflið verður lokað vegna sumarleyfa frá og með 15. júlí – 29. júlí. Hægt er að senda viðtalsbeiðnir á netfangið: aflidakureyri@gmail.com eða tala inn á símsvara og verður þeim beiðnum svarað eftir opnun.

Ársskýrsla 2019

Ársskýrsla Aflsins fyrir starfsárið 2019 er komin út. Aftast í skýrslunni er einnig hægt að skoða ársreikning samtakanna sem samþykktur var á aðalfundi Aflsins 3. júní s.l. Ársskýrsla 2019

Aðalfundur Aflsins 2020

Aðalfundur Aflsins verður haldinn miðvikudaginn 3.júní n.k. kl. 16.30. Fundurinn verður haldin í húsnæði Zoontaklúbbs Akureyrar, Aðalstræti 54. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf. Framboð til stjórnar tilkynnist með tölvupósti á netfangið aflidakureyri@gmail.com eigi síðar en 2. júní.

Góðar heimsóknir í Kjördæmaviku

Nú er að ljúka kjördæmaviku sem þingmenn nýta til að fara út í kjördæmi sín og hitta kjósendur. Kristín Heba gjaldkeri samtakanna og Sigurbjörg verkefnastjóri eru búnar að hitta mikið af góðu fólki þessa vikuna,ræða framtíð Aflsins og hvernig best sé að tryggja samtökunum öruggan rekstrargrundvöll næstu árin. Við þökkum kærlega fyrir heimsóknir og spjall […]