Ráðgjöf Aflsins

Aflið veitir þolendum ofbeldis og aðstandendum þeirra stuðning og ráðgjöf í formi viðtala og
námskeiða.

Vinnan sem fer fram hjá Aflinu er sjálfsvinna og felst í því að gera einstaklinga meðvitaða
um eigin styrk og aðstoða þá við að nota þann styrk til þess að breyta eigin lífi.


Áhersla er lögð á þolenda og áfallamiðaða nálgun, þ.e. að ofbeldi er aldrei þeim sem fyrir því
verða að kenna heldur samfélagsgerðinni. Hjá Aflinu er tekið mark á reynslu þeirra sem hafa
verið beittir ofbeldi, þeim er sýnd virðing og fólki er mætt þar sem það er statt hverju sinni.
Fólk sem leitar til Aflsins eru sérfræðingar í eigin lífi og enginn þekkir betur afleiðingar
ofbeldis en sá sem hefur verið beittur því.


Þeir sem leita til Aflsins gera það á sínum forsendum og stjórna sjálfir ferðinni. Aflið veitir
einstaklingsviðtöl og námskeið í framhaldi af einstaklingsviðtölum. Námskeiðin eru ákveðið
framhald af einstaklingsþjónustunni en þar er einblínt á sjálfsstyrkingu.

Scroll to Top