Starfskonur

Aníta

Ráðgjafi Aflsins á Akureyri

Aníta hefur verið ráðgjafi hjá Aflinu síðan 2017. Hún er iðjuþjálfi og starfar á geðsviði SAk. Hún hefur lokið MÁPM námi (meðvirkni og áfallameðferð).

Erla Hrönn

Framkvæmdastýra

Erla Hrönn hefur unnið hjá Aflinu síðan 2022. Fyrir það kláraði hún M.A í kynjafræði og diplómu í hagnýtingu jafnréttisfræða. Hún starfar sem framkvæmdastýra Aflsins og sér um alla starfsemi Aflsins undir stjórn Aflsins.  

Erna Kristín

Ráðgjafi Aflsins á Akureyri

Erna Kristín er með mastersgráðu í sálfræði auk þess að vera viðurkenndur markþjálfi. Hún hefur lengi unnið við ráðgjöf, ýmist á eigin vegum eða í störfum sínum og hefur viðamikla og fjölbreytta reynslu að baki. Erna Kristín leggur mikla áherslu á að veita faglega og jafnframt persónulega ráðgjöf, sem miðast við þarfir hvers þess sem leitar til hennar.

Jóhanna

Ráðgjafi Aflsins á Akureyri

Jóhanna hefur verið ráðgjafi hjá Aflinu síðan 2020. Hún er hjúkrunarfræðingur og hefur setið mörg námskeið. Til að mynda MÁPM nám (meðvirkni og áfallameðferð), diplómu í jákvæðri sálfræði og hún er markþjálfi.

Karen

Ráðgjafi Aflsins á Húsavík og Akureyri

Karen lauk mastersgráðu í klínískri sálfræði árið 2019. Hún kom fyrst inn sem ráðgjafi hjá Aflinu sumarið 2017. Karen hóf störf sín sem sálfræðingur á göngudeild BUGL, fór síðan yfir til Stígamóta og kom svo aftur til Aflsins árið 2022. Karen veitir einstaklingsviðtöl á Húsavík og á Akureyri.

Margaret

Ráðgjafi Aflsins á Egilstöðum og Reyðarfirði

Margaret hefur starfað sem ráðgjafi hjá Aflinu frá 2023. Hún er með bakgrunn sem framhaldsskólakennari, er með BA í tungumál og menntunarfræði, MA í kynjafræði og viðbótardiplómu í sérkennslufræðum, jákvæðri sálfræði og klínískri handleiðslu. Margaret veitir einstaklingsviðtöl á Egilsstöðum og Reyðarfirði.

María

Ráðgjafi Aflsins á Akureyri

María er með BSc gráðu í iðjuþjálfun, viðbótardiplóma í geðheilsufræðum og heilbrigðisvísindum, auk þess sem hún leggur stund á mastersnám í sálfræði. Hún er einnig markþjálfi og hefur lært sálræna áfallameðferð með áherslu á styrkingu sjálfsmyndar (Identity Oriented Psychotrauma Therapy). María er með fjölbreytta starfsreynslu, m.a. sem ráðgjafi og innan endurhæfingar.

Þórey

Ráðgjafi Aflsins á Siglufirði

Þórey er félagsráðgjafi að mennt en hún lauk BA námi í félagsráðgjöf árið 2018 og MA námi til starfsréttinda árið 2022. Þórey hefur víðtæka reynslu af störfum með fólki á heilbrigðissviði og í málaflokki fatlaðra. Hún hefur auk þess starfað með foreldrum og börnum sem uppeldis- og meðferðarráðgjafi á sviði barnaverndar. Þórey veitir einstaklingsviðtöl á Siglufirði.

Geirlaug

Faglegur ábyrgðarmaður

Geirlaug er fjölskyldufræðingur, þroskaþjálfi og markþjálfi. Hún hefur verið faglegur ábyrgðarmaður frá árinu 2018 og sinnir hún handleiðslu ráðgjafa, stjórnar og framkvæmdastýru (ekki verkefnastýru).

Scroll to Top