Fjarþjónusta

Fjarþjónusta Aflsins er fyrir alla, óháð staðsetningu. Fjarþjónusta er þannig bæði fyrir þá sem komast ekki á starfstöðvar Aflsins og einnig þá sem vilja frekar ráðgjöf í gegnum síma eða fjarfundarbúnað.

Aflið leggur áherslu á að veita þolendum traust og stuðning í öruggu umhverfi. Með fjarskiptaviðtölum getum við tryggt aðgang að ráðgjöfum án þess að mæta á staðinn.

Öll fjarviðtöl fara fram á miðlum með stórum öryggis ráðstöfunum og þannig nær Aflið að tryggja öryggi þeirra sem þurfa á ráðgjöf að halda. Bæði er hægt að óska eftir símtali eða Teams viðtali.

Það er einnig hægt að blanda saman fjarviðtölim og viðtölum á starfsstöðvum Aflsins ef einstaklingur kýs svo.

Hvernig fer fjarviðtal fram?

Aflið bíður upp á viðtöl og ráðgjöf í gegnum síma og tölvur. Aflið notar öruggt fjarfundarkerfi fyrir fjarviðtöl í gegnum tölvur en einnig er hægt að nýta sér símaviðtöl. 

Fyrir hvern er fjarþjónusta?

Fjarþjónusta er fyrir alla, þá sem hafa aldrei nýtt sér þjónustus Aflsins og þá sem eru í ráðgjöf. Þeir sem sækja þjónustu til Aflsins geta þannig verið staðsettir hvar sem er.

Fjarþjónusta eða mæta á staðinn?

Aflið býður upp á staðviðtöl á Akureyri, Blönduósi, Egilsstöðum, Húsavík, Reyðarfirði og Siglufirði. Allir þeir sem nýta sér fjarþjónustu geta einnig nýtt sér þjónustu Aflsins á þessum stöðum. Skjólstæðingar Aflsins geta þannig kosið að nota fjarþjónustu, staðþjónustu eða hvor tveggja.

Scroll to Top