Hvernig fer fjarviðtal fram?

Aflið bíður upp á viðtöl og ráðgjöf í gegnum síma og tölvur.
Aflið notar öruggt fjarfundarkerfi fyrir fjarviðtöl í gegnum tölvur en einnig er hægt að nýta sér símaviðtöl. 

Fyrir hvern er fjarþjónusta?

Fjarþjónusta er fyrir alla sem sækjast eftir eða eru nú þegar í þjónustu hjá Aflinu. Þeir sem sækja þjónustu til Aflsins geta þannig verið staðsettir hvar sem er þegar þeir sækjast eftir viðtalsþjónustu.

Fjarþjónusta eða mæta á staðinn?

Aflið er að bjóða upp á staðviðtöl á Akureyri, Blönduósi, Egilsstöðum, Húsavík og Reyðarfirði.

Allir þeir sem nýta sér fjarþjónustu geta einnig nýtt sér þjónustu Aflsins á þessum stöðum. Skjólstæðingar Aflsins geta þannig kosið að nota fjarþjónustu, staðþjónustu eða hvor tveggja.