Starfsemi

Vinnan hjá Aflinu felst í því að gera einstaklinga meðvitaða um eigin styrk og aðstoða þá við að nota hann til að breyta eigin lífi og að sjá ofbeldið í félagslegu samhengi en ekki sem persónulega vankanta.

Við lítum svo á að þau sem hingað leita séu „sérfræðingarnir“ í eigin lífi, það er að segja: enginn þekkir betur afleiðingar ofbeldis en sá sem hefur verið beittur því.

Þar sem um sjálfshjálparstarf er að ræða ber hver einstaklingur ábyrgð á sinni vinnu en fær stuðning og samkennd frá annarri/öðrum manneskju/m með sömu reynslu.

Hægt er að panta tíma með því að senda tölvupóst á aflidakureyri@gmail.com eða hringja í síma 461-5959 frá 8-12 á virkum dögum, Þá er einnig hægt að senda skilaboð í gegnum Facebook síðu samtakanna.

Hugmyndafræðin

Frá upphafi hefur Aflið mætt einstaklingum sem þangað leita á jafningjagrundvelli og rauði þráðurinn í starfinu byggir á því að það fólk sem til okkar leitar er það fólk sem sjálft er sérfræðingar í sínu eigin lífi.  Við lítum svo á að afleiðingar ofbeldisins og það hvernig það hefur haft áhrif á líf fólks séu eðlilegar afleiðingar af óeðlilegum aðstæðum.  Það að vera beittur ofbeldi er aldrei sök þess sem því er beittur og fólk sem hefur verið beitt ofbeldi býr yfir miklum styrk sem það hefur notað til að komast í gegnum ofbeldið og þær afleiðingar sem það hefur haft.

Rannsóknir hafa sýnt að jafningjastuðningur er mikilvægur þáttur í úrvinnslu afleiðinga ofbeldis í bland við stuðning fagaðila og hefur það verið kjarninn í hugmyndafræði Aflsins.  Mikilvægur þáttur í hugmyndafræðinni er að taka mark á reynslu þeirra sem beitt hafa verið ofbeldi án þess að dæma eða skilgreina.  Gagnkvæm virðing og að mæta okkar fólki þar sem það er hverju sinni í lífi sínu er grundvallaratriði í starfsemi okkar og við leitumst við að vera fólki samferða í því ferðalagi sem úrvinnsla aflleiðinganna er. Þannig felst vinnan fyrst og fremst í því að gera einstaklingana meðvitaða um eigin styrkleika og aðstoða þá við að nota þá styrkleika til að breyta og bæta eigin líf.

Í samræmi við þessa hugmyndafræði eru allir ráðgjafar Aflsins líka sjálfir einstaklingar sem beittir hafa verið ofbeldi á lífsleiðinni og hafa unnið með þær afleiðingar sem það hefur haft á líf þeirra.  Þar að auki fara allir ráðgjafar Aflsins í gegnum þjálfunarferli og hafa ráðgjafar okkar víðtæka reynslu og menntun sem nýtist þeim vel í starfi.

Einstaklingsviðtöl

Aflið býður upp á einstaklingsviðtöl fyrir þolendur kynferðisofbeldi og/eða heimilisofbeldi og aðstandendur þeirra sem óska eftir ráðgjöf.

Í einstaklingsviðtölum fær einstaklingur stuðning við að koma ofbeldisreynslunni í orð og skoða þær afleiðingar sem ofbeldið hefur haft. Þetta getur reynst mörgum erfitt skref og er fullur skilningur á því innan Aflsins. Ráðgjafar mæta einstaklingum ávallt á jafningagrundvelli og sá sem leitar aðstoðar stjórnar því hversu hratt og djúpt er unnið í viðtölunum.

Hafðu endilega samband ef þú óskar eftir einstaklingsviðtali:

Netfang: aflidakureyri@gmail.com

Sími: 461 5959 milli 8 og 12 á virkum dögum

Facebook: facebook.com/aflidak

Öll þjónusta Aflins við þolendur og aðstandendur þeirra er þeim að kostnaðarlausu.

Hópastarf

Frá upphafi hefur starfsemi sjálfshjálparhópa verið mikilvægur þáttur innan Aflsins. Hóparnir byggja á því að 4-6 einstaklingar með svipaða reynslu hittast í 15 skipti og ræða um ýmsar afleiðingar ofbeldisins. Tekin eru fyrir ákveðin umræðuefni í hvert skipti og er hver fundur þrír tímar. Í hverjum hópi situr svo einn, eða tveir, ráðgjafar Aflsins og halda utan um hópinn. Allir sem taka þátt í sjálfshjálparhópi gera það á sínum eigin forsendum og stjórna sjálfir í hversu mikla sjálfsvinnu þeir fara og/eða hvaða þætti afleiðinganna þeir vinna mest með.

Markmið sjálfshjálparhópana er að einstaklingarnir geti sótt styrk til annarra með svipaða reynslu, til að takast á við þær afleiðingar og erfiðleika sem ofbeldið hefur haft á líf þeirra. Með því að vinna saman í hópi er einangrun þolenda rofin og á þessum vettvangi myndast grunvöllur fyrir að byggja upp traust, sjálfstraust, að standa með sjáflum sér og að læra að þekkja betur eigin tilfinningar. Einnig er markmiðið að læra að sá sem beittur er ofbeldinu er ekki ábyrgur, að skoða þær afleiðingar sem ofbeldið hefur haft og heyra aðra lýsa sínum afleiðingum og tilfinningum því það hjálpar einstaklingum oft að skilja betur að þeir eru ekki einir. Megin markmið hópana er því sjálfstyrking og uppbygging einstaklinganna.

Sjálfshjálparhópar eru þátttakendum að kostnaðarlausu og eru í boði fyrir þá sem hafa nýtt sér einstaklingsviðtöl hjá Aflinu.

Fræðsla

Fyrirlestrar um starfsemi Aflsins, kynferðis- og heimilisofbeldi og afleiðingar þess.

Aflið veitir fræðslu í skólum, fyrirtækjum, stofnunum og félagasamtökum eftir beiðnum.

Forsvarsmenn skóla, fyrirtækja og stofnanna eru hvattir til að hafa samband vilji þeir fá fræðslu eða ráðleggingar varðandi kynferðis- og heimilisofbeldi.

Netfang: aflidakureyri@gmail.com

Sími 461-5959 er opinn á mili 9 og 12 á virkum dögum.

Sími: 461 5959

aflidakureyri@gmail.com

facebook.com/aflidak

Kennitala: 690702-2150

Bankanúmer: 566-26-2150

© Aflið