Aflið hlaut styrk frá CCEP

Nýverið barst Aflinu á Akureyri styrkur frá Coca-Cola Europacific Partners á Íslandi (Coca-
Cola á Íslandi) til að styðja við og efla það mikilvæga starf sem þar fer fram.


Á hverju ári styrkir fyrirtækið málefni í nærumhverfinu sem valið er af starfsfólki á
vörustjórnunarsviði á Akureyri. Coca-Cola á Íslandi rekur stóran vinnustað á Akureyri,
Víking brugghús, þar sem um 25 starfsmenn vinna. „Í ár var valið að styðja við Aflið, sem
eru samtök sem þjóna Akureyri og nærumhverfi og byggir á þolenda- og áfallamiðaðri
þjónustu til þolenda ofbeldis. Það er von okkar að stuðningurinn geti létt örlítið á rekstrinum
hjá Aflinu og gert þeim kleift að veita þá þjónustu sem samtökin standa fyrir gagnvart
þolendum á svæðinu,“ segir Eggert Sigmundsson, forstöðumaður Víkings brugghúss, en í
fyrra fór stuðningur til Pieta samtakanna og árið þar á undan til Kvennaathvarfsins á
Akureyri.


Tekið af heimasíðu Vikublaðsins: Aflið fær stuðning frá Coca-Cola á Íslandi | Vikublaðið
(vikubladid.is)

Scroll to Top