Starfskonur Aflsins

Ráðgjafar Aflsins eru fjölbreyttur hópur og búa allir yfir sérfræðiþekkingu á sínu sviði. Með því að bjóða upp á fjölbreyttan hóp ráðgjafa vonar Aflið að það geti mætt þörfum sem flestra. Ráðgjafar Aflsins deila sinni þekkingu með hvor annarri og eru sífellt að sækja endurmenntun á sviði ráðgjafar.
Untitled design - 2

Erla Hrönn hefur unnið hjá Aflinu síðan 2022. Hún kláraði M.A í kynjafræði og diplómu í hagnýtingu jafnréttisfræða. Hún starfar sem framkvæmdastýra Aflsins og sér um alla starfsemi samtakanna undir Stjórn þess. 

Erla Hrönn

Framkvæmdastýra

Ída hefur starfað hjá Aflinu síðan 2024. Hún útskrifaðist sem viðburðastjórnandi frá Háskólanum á Hólum árið 2021 og stundar nám í skapandi greinum við háskólann á Bifröst. Ída sér um öll kynningamál Aflsins.

 

Ída Irene

Kynningastýra

Untitled design - 2

Jóhanna hefur verið ráðgjafi hjá Aflinu síðan 2020. Hún er hjúkrunarfræðingur og hefur setið mörg námskeið. Til að mynda MÁPM nám (meðvirkni og áfallameðferð), diplómu í jákvæðri sálfræði og hún er markþjálfi.

Jóhanna

Ráðgjafi á Akureyri

Erna Kristín er með mastersgráðu í sálfræði auk þess að vera viðurkenndur markþjálfi. Hún hefur lengi unnið við ráðgjöf, ýmist á eigin vegum eða í störfum sínum og hefur viðamikla og fjölbreytta reynslu að baki.

Erna Kristín

Ráðgjafi á Akureyri

Untitled design - 2

Þórey er félagsráðgjafi að mennt og er ráðgjafinn okkar á Siglufirði og Blönduósi. Þórey hefur víðtæka reynslu af störfum með fólki á heilbrigðissviði og í málaflokki fatlaðra. Hún hefur auk þess starfað með foreldrum og börnum sem uppeldis- og meðferðarráðgjafi á sviði barnaverndar.

Þórey

Ráðgjafi á Siglufirði og Blönduósi

Karen lauk mastersgráðu í klínískri sálfræði árið 2019. Hún kom fyrst inn sem ráðgjafi hjá Aflinu sumarið 2017. Karen hóf störf sín sem sálfræðingur á göngudeild BUGL, fór síðan yfir til Stígamóta og kom svo aftur til Aflsins árið 2022.

Karen

Ráðgjafi á Húsavík og Akureyri

Woman-Silhouette

Margaret hefur starfað sem ráðgjafi hjá Aflinu síðan 2023. Hún hefur reynslu sem framhaldsskólakennari með BA í tungumálum og uppeldisvísindum, MA í kynjafræði og viðbótarpróf í sérkennslu, jákvæðri sálfræði og klínískri umsjón.

Margaret

Ráðgjafi á Egilsstöðum og Reyðarfirði

Geirlaug Björnsdóttir, fjölskyldufræðingur, þroskaþjálfi og markþjálfi er faglegur ábyrgðarmaður starfsemi Aflsins. Hún situr fundi með ráðgjöfum á tveggja vikna fresti, er með einkahandleiðslu fyrir ráðgjafa og situr einnig í framkvæmdarráði samtakanna. Hún sinnir einnig handleiðslu framkvæmdarstýru og sinnir störfum fyrir stjórn samtakanna sé þess óskað. Faglegur ábyrgðarmaður er þannig til staðar fyrir alla starfsemi samtakanna og leggur fram hvernig ráðgjöf til þolenda er hagað í samráði við framkvæmdarráð.

Geirlaug

Faglegur ábyrgðarmaður

Scroll to Top