skilgreiningar ofbeldis
Fjárhagslegt ofbeldi
Fjárhagslegt ofbeldi er þegar einhver svíkur af þér peninga, tekur peningana þína af þér, neitar að láta þig fá peningana þína eða stjórnar hvernig þú notar þinn pening ( Fjárhagslegt ofbeldi (112.is)). Fjárhagslegt ofbeldi getur birst með ýmsum hætti, til dæmis sem en ekki takmarkað við:
- Að gerandi skammti þér pening af sameiginlegum fjárhag
- Að þér sé neitað um aðgang að þínum eigin pening, til dæmis í gegnum heimabanka
- Að fela eða leyna pening sem þú átt rétt á
- Að nota peninga til þess að stjórna
- Að taka lán í þínu nafni án þíns leyfis
Fjárhagslegt ofbeldi getur þá einnig birst sem hömlun á því að einstaklingur geti aflað sinna eigin tekna, til dæmis með því að koma veg fyrir að einstaklingur komist til vinnu eða verða til þes að þú missir vinnuna þína.
Meira um fjárhagslegt ofbeldi: