við erum með
Námskeið
Námskeiðin eru þátttakendum að kostnaðarlausu og eru í boði fyrir þá sem hafa nýtt sér einstaklingsviðtöl hjá Aflinu.
Frá upphafi hefur starfsemi sjálfshjálparhópa verið mikilvægur þáttur innan Aflsins. Allir sem sitja námskeið gera það á sínum eigin forsendum og stjórna sjálfir hversu miklu þeir deila á námskeiðinu.
Tvennskonar námskeið eru í boði í dag, grunnnámskeið og framhaldsnámskeið og eru þau bæði byggð upp sem blanda af fræðslu og verkefnavinnu.
Markmið námskeiðanna er að einstaklingarnir geti sótt styrk til annarra með svipaða reynslu. Með því að vinna saman í hæopi er unnið að því að rjúfa einangrun þolenda og byggja upp traust, sjálfstæði, að standa með sjálfum sér og að læra að þekkja betur eigin tilfinningar. Megin markmið hópana er því sjálfstyrking.

Kynntu þér
Hópana okkar hér
Grunnhópur
Grunnhópurinn er fyrsti hópurinn sem einstaklingar fara í eftir að hafa verið í ráðgjöf hjá Aflinu. Ráðgjafar Aflsins bjóða einstaklingum upp á hópastarf eftir ákveðinn fjölda viðtala en það er engu að síður val einstaklingsins um hvort hann fari í hóp eða ekki. Auk þess er hópastarf eingöngu ætlað þeim sem hafa lokið ráðgjöf hjá Aflinu
Framhaldshópur
Framhaldshópur er fyrir þá sem hafa lokið grunnhóp Aflsins. Þar er vinnunni í grunnhópnum haldið áfram og er hann bæði fyrir þá sem vilja bæta við það sem þeir kynntust og lærðu um í grunnhópnum en einnig fyrir þá sem telja sig ekki tilbúna að ljúka samstarfi sínu við Aflið eftir grunnhópinn.