skilgreiningar ofbeldis

Ofbeldi í nánu sambandi

Notkun á hugtökunum heimilisofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum er nokkuð frjálsleg og oft notuð til skiptis í daglegum samskiptum. Heimilisofbeldi getur verið af ýmsum toga og í hverju tilfelli er oft um fleiri en eina tegund ofbeldis að ræða. Einnig er algengt að form/birtingarmyndir ofbeldis skarist, þannig er til dæmis líkamlegt ofbeldi einnig andlegt ofbeldi. Kynferðislegt ofbeldi er jafnframt líkamlegt í flestum tilfellum, en getur verið t.d. að þvinga fólk til að horfa á klám, að vera með kynferðislegar aðdróttanir eða að tala á óviðeigandi kynferðislegan máta.

Ofbeldi í nánum samböndum er ofbeldi sem einstaklingur verður fyrir af hálfu einhvers sem er t.d. en ekki takmarkað við: nákomnum einstaklingi, skyldmenni, maka, barni, foreldri, forráðamans, umsjónaraðila. Þolandi og gerandi þurfa ekki að vera í sambandi, gift eða í sambúð til þess að ofbeldi sem gerandi verður fyrir sé flokkað sem ofbeldi í nánu sambandi. Þá er ofbeldi í nánu sambandi ekki heldur bundið við heimili geranda eða þolanda né kyn einstaklinga (Kvennaathvarf.is, skilgreiningar á heimilisofbeldi).  

Meira um ofbeldi í nánu sambandi:

Stígamót.is, ofbeldi í nánum samböndum. 

Heilsugæslan.is, ofbeldi í nánum samböndum (frá 2013). 

Scroll to Top