skilgreiningar ofbeldis
Andlegt ofbeldi
Andlegt ofbeldi getur til dæmis birst í formi orðaskipta eða líkamstjáningar. Andlegt ofbeldi á sér margar birtingarmyndir, til dæmis en ekki takmarkað við:
- Að uppnefna og gera lítið úr
- Öskra
- Niðurlægja
- Hindra samskipti við aðra, t.d. skyldmenni eða vini
- Stjórna hegðun eða klæðaburði
- Eyðileggja eigur
- Hóta því að skaða aðra eða sjálfan sig
- Að láta þolenda efast um upplifun sína
Andlegt ofbeldi getur átt sér stað samhliða líkamlegu ofbeldi eða ofbeldið byrjað sem andlegt en leitt til líkamlegs. Andlegt ofbeldi getur einnig átt sér stað þó það hafi aldrei verið líkamlegt ofbeldi til staðar og dregur það ekki úr alvarleika ofbeldisins. Samband getur verið ofbeldisfullt og það haft mjög slæmar og afdrifaríkar afleiðingar fyrir þolendur þó ofbeldið sé aldrei líkamlegt.
Gaslýsing er til dæmis tegund af andlegu ofbeldi sem getur verið mjög falin en er engu að síður ofbeldi og getur haft miklar afleiðingar á þolenda. Gaslýsing getur grafið undan veruleika þolenda,til dæmis þar sem gerandi afneitar staðreyndum og tilfinningum þolenda, til þess að stjórna manneksjunni. Meira um gaslýsingu hér: Andlegt ofbeldi | Sjúkást (sjukast.is)
Meira um andlegt ofbeldi: