Stjórn Aflsins

Aflið

Aflið eru samtök sem hjálpa fólki sem hefur orðið fyrir ofbeldi í nánum samböndum, kynferðisofbeldi eða hvers konar öðru ofbeldi. Þú getur fengið bæði einstaklingsráðgjöf og tekið þátt í hópastarfi. Aðstandendur eru velkomnir. Það kostar ekkert að tala við ráðgjafa.

Í einstaklingsviðtölum er veittur stuðningur við að koma ofbeldisreynslunni í orð og skoða afleiðingarnar sem ofbeldið hefur haft. Þetta getur reynst mörgum erfitt skref og er fullur skilningur á því innan Aflsins. Ráðgjafar mæta fólki á jafningagrundvelli. Þú stjórnar því hversu hratt og djúpt er unnið í viðtölunum.

Stjórnarform

Stjórn Aflsins er skipuð af 7 einstaklingum sem eru kosnir á aðalfundi Aflsins á ári hverju. Samhliða stjórn er einn áheyrnarfulltrúi en hún er starfandi ráðgjafi innan Aflsins og er kosin af ráðgjöfum Aflsins á tveggja ára fresti.

Stjórn Aflsins 2023-2024

Bryndís Símonardóttir, formaður.
Embla Eir Oddsdóttir, gjaldkeri.
Hilda Jana Gísladóttir
Erla Jónsdóttir
Tryggvi Hallgrímsson
Guðbjörg Ingimundardóttir, varamaður
Lilja Möller, varamaður

Hafðu samband

Hægt er að hafa samband við stjórn Aflsins í gegnum tölvupóst.
Skoðaðu einnig samfélagsmiðlana okkar til að fylgjast með fróðlegu efni og fá fréttir af samtökunum.

Scroll to Top