Stjórn Aflsins
Aflið
Aflið eru samtök sem hjálpa fólki sem hefur orðið fyrir ofbeldi í nánum samböndum, kynferðisofbeldi eða hvers konar öðru ofbeldi. Þú getur fengið bæði einstaklingsráðgjöf og tekið þátt í hópastarfi. Aðstandendur eru velkomnir. Það kostar ekkert að tala við ráðgjafa.
Í einstaklingsviðtölum er veittur stuðningur við að koma ofbeldisreynslunni í orð og skoða afleiðingarnar sem ofbeldið hefur haft. Þetta getur reynst mörgum erfitt skref og er fullur skilningur á því innan Aflsins. Ráðgjafar mæta fólki á jafningagrundvelli. Þú stjórnar því hversu hratt og djúpt er unnið í viðtölunum.

Stjórnarform
Stjórn Aflsins er skipuð af 7 einstaklingum sem eru kosnir á aðalfundi Aflsins á ári hverju. Samhliða stjórn er einn áheyrnarfulltrúi en hún er starfandi ráðgjafi innan Aflsins og er kosin af ráðgjöfum Aflsins á tveggja ára fresti.
Stjórn Aflsins 2023-2024
Bryndís Símonardóttir, formaður.
Embla Eir Oddsdóttir, gjaldkeri.
Hilda Jana Gísladóttir
Erla Jónsdóttir
Tryggvi Hallgrímsson
Guðbjörg Ingimundardóttir, varamaður
Lilja Möller, varamaður