skilgreingar ofbeldis
Kynferðisofbeldi
Kynferðisofbeldi getur bæði átt sér stað í nánum samböndum og einnig á meðal ókunnugra. Kynferðisofbeldi er engu að síður oftast beitt af einhverjum sem við þekkjum og treystum (Stígamót.is, kynferðisofbeldi). Kynferðislegt ofbeldi á sér margar birtingarmyndir en felur oft í sér skerðingu á kynfrelsi einstaklings, til dæmis þegar að einstaklingur er neyddur til athafna eða mikil pressa er sett á hann til þess að taka þátt í kynferðislegum athöfnum (Sjúkást.is, kynferðisofbeldi). Birtingarmyndir kynferðisofbeldis eru til dæmis stofnanaofbeldi, ofbeldi í nánum samböndum, vændi, stafrænt kynferðisofbeldi, nauðgun og kynferðisleg áreitni. Kynferðisofbeldi felur þannig ekki alltaf í sér líkamlega valdbeitingu né snertingu, heldur er nóg um að einhvers konar kynferðislega hegðun sé að ræða sem ekki var samþykki fyrir (Stígamót.is, kynferðisofbeldi).
Meira um kynferðisofbeldi: