Samtök gegn kynferðis-
og heimilisofbeldi

Hefur einhver beitt þig eða einhvern sem þú þekkir ofbeldi?

Vantar þig einhvern til að tala við?

Við leiðbeinum þér.

Hægt er að panta tíma með því að hringja í síma 461-5959, senda okkur tölvupóst á aflidakureyri@gmail.com eða hafa samband í gegnum facebook síðu samtakanna.

You can make an appointment, by phone at 461-5959 or by email at aflidakureyri@gmail.com.

 

Vinnan hjá Aflinu felst í því að gera einstaklinga meðvitaða um eigin styrk og aðstoða þá við að nota hann til að breyta eigin lífi og að sjá ofbeldið í félagslegu samhengi en ekki sem persónulega vankanta.

At Aflið individuals are made aware of their own strength and provided with the tools they need to use that strength to change their own lives. 

Við lítum svo á að þeir sem hingað leita séu „sérfræðingarnir“ í eigin lífi, það er að segja: enginn þekkir betur afleiðingar ofbeldis en sá sem hefur verið beittur því.

We see the individuals that seek our assistance as the “experts” in their own lives. That is, no one knows the consequences of violence better than the person who has been subjected to it. 

Þar sem um sjálfshjálparstarf er að ræða ber hver einstaklingur ábyrgð á sinni vinnu en fær suðning og samkennd frá annari/öðrum mannesku/m með sömu reynslu.

Fréttir

01 Jul

Reykjavíkurmaraþon

Nú er tækifærið til að skrá sig í Reykjavíkurmaraþonið sem fer fram 20. ágúst n.k. og safna í leiðinni áheitum fyrir Aflið

 

Hlaupa fyrir Aflið

06 Apr

Aðalfundur

Aflið – Aðalfundur
Aðalfundur Aflsins verður haldin í Borgum miðvikudaginn 20. apríl kl. 19.30.
Dagskrá fundarins eru venjuleg aðalfundarstörf.
20 Sep

Aflið fær 3 ára samning

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hefur gert samning við Aflið samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi til þriggja ára í þeim tilgangi að styðja við og efla starfsemi félagsins gagnvart þolendum ofbeldis. Samningurinn er til þriggja ára og fær Aflið 18 milljónir króna á ári, eða samtals 54 milljónir á samningstímanum. Fyrri samningar hafa verið gerðir til eins árs en með þriggja ára samning geta samtökin skipulagt starfið lengra fram í tímann og eflt það en umsvif samtakanna hafa aukist undanfarið vegna aðkomu að Kvennaathvarfinu og Bjarmahlíð og nú síðast með opnun útbús á Austurlandi.

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra og Elín Björg Ragnarsdóttir frá Aflinu við undirskrift samningsins

End of content.

No more posts to load.