Starfsstöðvar

Aflsins

Hægt er að kjósa þjónustu ráðgjafa okkar á öllum starfsstöðvum okkar. Viðtölin eru alltaf frí fyrir þolendur ofbeldis og aðstandendur þeirra. 

Ráðgjöf

Hugmyndafræði Aflsins byggir á áfalla- og þolendamiðari þjónustu. Innan þeirrar hugmyndafræði eru fagaðilar/ráðgjafar meðvitaðir um algengi áfalla og þau áhrif sem áföll og erfið reynsla hefur á virkni einstaklinga. Markmið áfallamiðaðrar þjónustu er ekki að vinna með áföllin sjálf heldur að vinna með erfiðleika og áskoranir einstaklingsins sem komið hafa til vegna áfalla.

Ráðgjöf Aflsins byggir á fimm megin gildum áfallamiðaðrar þjónustu: öryggi, traust, valdefling, valfrelsi og samvinna.

Vinnan sem fer fram hjá Aflinu er sjálfsvinna og felst í því að gera einstaklinga meðvitaða um eigin styrk og aðstoða þá við að nota þann styrk til þess að breyta eigin lífi.

Algengar spurningar

Hér til hliðar getur þú fengið svör við algengum spurningum varðandi ráðgjöfina hjá Aflinu.

Einstaklingur bókar sér viðtal og kemur svo á viðeigandi starfsstöð þar sem að ráðgjafi tekur á móti þér.
Í fyrsta viðtali má búast við því að fari verði yfir forvitalsblað og ráðagjafi metur hvernig þjónusta hentar þér best.

Ráðgjöf Aflsins er fyrir öll sem eru að upplifa afleiðingar ofbeldis. 

Ráðgjöf Aflsins er öllum að kostnaðarlausu.

Þú velur þá starfsstöð sem þú kýst að nota. Þú þarft ekki að vera búsettur þar viðtöl fara fram. Þá geturu einnig nýtt þér fjarþjónustu þó það sé starfsstöð í þínu nærsamfélagi. 

Scroll to Top