við erum með
Námskeið
Námskeiðin eru þátttakendum að kostnaðarlausu og eru í boði fyrir þá sem hafa nýtt sér einstaklingsviðtöl hjá Aflinu.
Tvennskonar námskeið eru í boði í dag sem partur af ráðgjöf og stuðning Aflsins, grunnnámskeið og framhaldsnámskeið og eru þau bæði byggð upp sem blanda af fræðslu og verkefnavinnu.
Aflið er svo einnig með nýtt ungmennanámskeið sem fjallar um heilbrigð samskipti. Námskeiðið er fyrir ungmenni í 8.-10. bekk og tengist ekki ráðgjöf þar sem Aflið veitir eingöngu ráðgjöf til 18 ára og eldri.
Markmið námskeiðanna er valdefling einstaklinga. Með því að vinna saman í hópi er unnið að því að rjúfa einangrun og byggja upp traust, sjálfstæði, að standa með sjálfum sér og að læra að þekkja betur eigin tilfinningar. Megin markmið hópana er því sjálfstyrking.

Kynntu þér
Hópana okkar hér
Grunnhópur
Grunnhópurinn er fyrsti hópurinn sem einstaklingar fara í eftir að hafa verið í ráðgjöf hjá Aflinu. Ráðgjafar Aflsins bjóða einstaklingum upp á hópastarf eftir ákveðinn fjölda viðtala en það er engu að síður val einstaklingsins um hvort hann fari í hóp eða ekki. Auk þess er hópastarf eingöngu ætlað þeim sem hafa lokið ráðgjöf hjá Aflinu
Framhaldshópur
Framhaldshópur er fyrir þá sem hafa lokið grunnhóp Aflsins. Þar er vinnunni í grunnhópnum haldið áfram og er hann bæði fyrir þá sem vilja bæta við það sem þeir kynntust og lærðu um í grunnhópnum en einnig fyrir þá sem telja sig ekki tilbúna að ljúka samstarfi sínu við Aflið eftir grunnhópinn.
Ungmennanámskeið
Ungmennanámskeiðið „Heilbrigð samskipti“ er nýtt námskeið fyrir ungmenni á aldrinum 13 til 16 ára. Námskeiðið er til að fræða um heilbrigð samskipti, geta greint óheilbrigð samskipti og þekkja rauðu flögginn.
Ungmenni geta skráð sig sjálf en foreldrar þurfa að samþykkja skráningu. Sama gildir um foreldra ef þeir skrá ungmennin sín. Skráning og fyrirspurnir á aflidak@aflidak.is