Ráðgjöf
Frí ráðgjöf fyrir þolendur ofbeldis og aðstandendur þeirra
Hugmyndafræði Aflsins byggir á áfalla- og þolendamiðari þjónustu. Innan þeirrar hugmyndafræði eru fagaðilar/ráðgjafar meðvitaðir um algengi áfalla og þau áhrif sem áföll og erfið reynsla hefur á virkni einstaklinga. Markmið áfallamiðaðrar þjónustu er ekki að vinna með áföllin sjálf heldur að vinna með erfiðleika og áskoranir einstaklingsins sem komið hafa til vegna áfalla.
Ráðgjöf Aflsins byggir á fimm megin gildum áfallamiðaðrar þjónustu: öryggi, traust, valdefling, valfrelsi og samvinna.
Vinnan sem fer fram hjá Aflinu er sjálfsvinna og felst í því að gera einstaklinga meðvitaða um eigin styrk og aðstoða þá við að nota þann styrk til þess að breyta eigin lífi.