Aflið hlaut styrk frá Oddfellow, Norðurorku og Coca Cola á Íslandi

Aflið, samtök fyrir þolendur ofbeldis hefur fengið nokkra styrki nú í aðdraganda jóla. Þar má
nefna frá Oddfellowstúkinni Sjöfn, stúku nr. 2, frá Norðurorku og Coca Cola á Íslandi. Aflið
veitir þolendur ofbeldis og aðstandendum þeirra ráðgjöf og stuðning.

Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir framkvæmdastýra Aflsins segir ánægjulegt þegar styrkir
berist, en þeir skipti miklu máli til að halda starfseminni gangandi. „Aflið er
almannaheillafélag og er eingöngu rekið á styrkjum. Hver styrkur skiptir samtökin þess vegna
miklu máli,“ segir hún að allir séu ánægðir með styrkveitingarnar.

Karlahópur eftir áramót

Erla Hrönn segir að um þessar mundir sé að hefjast vinna við tölfræðina fyrir árið 2023 og
fjöldi viðtala hafi ekki enn verið tekin saman. „En við sjáum engu að síður að fjöldi nýrra skjólstæðingar hefur aukist frá því í fyrra og einnig að hópur okkar skjólstæðinga er
fjölbreyttari en áður. „Það hafa fleiri karlmenn sótt þjónustu Aflsins á liðnu ári og við bjóðum
upp á námskeið fyrir karla nú í komandi janúarmánuði. Slíkt námskeið hefur ekki verið
haldið frá árinu 2019 eða í fjögur ár. Annað sem við tökum líka eftir er að fleiri aðstandendur
hafa leitað ráðgjafar hjá okkur en áður og einnig skjólstæðingar af erlendum uppruna,“ segir
hún.

Skjólstæðingar dreifðir um allt land

Eftir sem áður eru flestir skjólstæðingar Aflsins konur líkt og verið hefur undanfarin ár. „Það
er líka áhugavert að sjá að skjólstæðingahópur okkar er mjög dreifður um landið. Það fjölgar
alltaf í þeim hópi sem sækir fjarþjónustu okkar sem og einnig þeim sem koma í viðtöl á
starfsstöðvum okkar utan Akureyrar. Við teljum því mikilvægt að halda áfram á þeirri braut
að fjölga starfsstöðvum þar sem möguleiki er á að bjóða þjónustu á staðnum, en flestir kjósa
slíka þjónustu fram yfir fjarþjónustu. Við viljum veita öllum þeim einstaklingum sem kjósa
þjónustu óháð búsetu,“ segir Erla Hrönn.


Fyrir þá sem sjá sér fært að styrkja Aflið eru reikningsupplýsingar hér:
0566-26-002150 kt. 690702-2150

Tekið af heimasíðu Vikublaðsins, sjá nánar: Hver styrkur skiptir okkur miklu máli |
Vikublaðið (vikubladid.is)

Scroll to Top