Helgina 13.–14. september fer fram REDNEK Bikarmót í rallycross á Aksturíþróttasvæði AIH. Þar stíga félagarnir Andri Bergsteinn Arnviðarson og Svavar Skúli Stefánsson á svið undir merkinu Team Aflið, en þeir keppa til styrktar Aflsins – samtök fyrir þolendur ofbeldis.
Með því að merkja bílana sína „Team Aflið“ vilja Andri og Svavar vekja athygli á mikilvægu starfi Aflsins og hvetja fólk til að styrkja samtökin með frjálsum framlögum.
REDNEK Bikarmótið er sérstakt minningarmót, haldið í tilefni 10 ára ártíðar Gunna „Rednek“ Viðarssonar. Gunni lést árið 2015 eftir erfið veikindi en var um áratugaskeið ástríðufullur keppandi og áhrifamikill einstaklingur í íslenskri rallycross-sögu. og eru því spor Gunna í Íslensku rallycross-sögunni dýpri en spor flestra annarra. Mótið er haldið honum til heiðurs.
Keppnin býður upp á mikla spennu og skemmtun fyrir áhorfendur – og um leið tækifæri til að sýna stuðning við mikilvægt málefni.
Við þökkum Andra og Svavari kærlega fyrir að hafa okkur í huga og styrkja okkur. Áfram Team Aflið!
