Námskeið
Aflið býður upp á tvennskonar námskeið
Frá upphafi hefur starfsemi sjálfshjálparhópa verið mikilvægur þáttur innan Aflsins. Allir sem sitja námskeið gera það á sínum eigin forsendum og stjórna sjálfir hversu miklu þeir deila á námskeiðinu.
Tvennskonar námskeið eru í boði í dag, grunnnámskeið og framhaldsnámskeið og eru þau bæði byggð upp sem blanda af fræðslu og verkefnavinnu.
Markmið námskeiðanna er að einstaklingarnir geti sótt styrk til annarra með svipaða reynslu. Með því að vinna saman í hópi er unnið að því að rjúfa einangrun þolenda og byggja upp traust, sjálfstraust, að standa með sjáflum sér og að læra að þekkja betur eigin tilfinningar. Megin markmið hópana er því sjálfstyrking.
Námskeiðin eru þátttakendum að kostnaðarlausu og eru í boði fyrir þá sem hafa nýtt sér einstaklingsviðtöl hjá Aflinu.