Ljósaganga gegn ofbeldi 2025

Um 150-200 manns tóku þátt í Ljósagöngunni þann 25.nóvember sl., þar sem gengið var gegn ofbeldi á baráttudegi gegn ofbeldi á hendur konum. Alþjóðlegt átak gegn kynbundnu ofbeldi stendur í 16 daga, 25. nóvember til 10. desember, sem er alþjóðlegi mannréttindadagurinn.

Að göngunni stóðu Soroptimistaklúbbur Akureyrar, Femínistafélag MA, Zontaklúbbur Akureyrar og Zontaklúbburinn Þórunn hyrna.

Í ár er sjónum beint að stafrænu ofbeldi gegn konum og stúlkum. Gengið var frá Ráðhústorgi að Amtsbókasafninu þar sem Tryggvi Hallgrímsson sérfræðingur á Jafnréttisstofu flytur stutt erindi.

Aflið tók að sjálfsögðu þátt í göngunni sem heppnaðist einstaklega vel!

Scroll to Top