Þriðjudaginn 11.mars fóru formaður stjórnar, framkvæmdastýra, fræðslustýra og kynningastýra Aflsins til Neskaupsstaðar og heimsóttu Fjórðungsskjúkrahúsið.
Heilbrigðisstarfsfólk sjúkrahússins tók vel á móti okkur, og við kynntum þeim starfsemi Aflsins ásamt þeirri þjónustu sem við veitum á svæðinu. Aflið býður skjólstæðingum sínum upp á ráðgjöf og námskeið, sem við stefnum einnig að því að bjóða upp á á Austurlandi. Hópurinn átti góða og uppbyggilega umræðu, þar sem kom skýrt fram að þörf er á aukinni þjónustu Aflsins á svæðinu, líkt og annars staðar.
Við viljum þakka heilbrigðisstarfsfólki Neskaupsstaðar kærlega fyrir hlýjar móttökur og hlökkum til frekara samstarfs og endurkomu í framtíðinni.
