Aflið átti annasamt og fjölbreytt sumar þar sem samtökin tóku virkan þátt í að skapa öruggt umhverfi fyrir gesti stórra útihátíða. Við héldum utan um safe space og sinntum gönguvöktum á Bíladögum og Einni með öllu á Akureyri, á tónleikum Kaleo í Vaglaskógi og einnig á hátíðinni Mannfólkið breytist í slím.
Markmiðið með þessum verkefnum var að tryggja að allir gætu notið viðburðanna í öruggu umhverfi og fengið stuðning ef þörf var á. Aflið þakkar hátíðargestum, samstarfsaðilum og skipuleggjendum fyrir góð samskipti og hlýjar móttökur í sumar.
