Nú á haustdögum varð kvenfélagið Hjálpin í Eyjafjarðarsveit 110 ára.
Í ár var tekin ákvörðun á félagsfundi Hjálpinnar að styrkja 10 samtök um 110.000 kr hvert, samtals 1.100.000kr. Ákveðið var að einbeita á samtök sem veita fría þjónustu á Norðurlandi, en þann 25.nóvember síðastliðinn var opið málþing haldið í Háskólanum á Akureyri „Hver grípur þig? Frí þjónusta á Norðurlandi“. Þar komu fram samtökin; Aflið, Bergið Headspace, Bjarmahlíð, Grófin Geðrækt, Kvennaathvarfið, Frú Ragnheiður og Píeta sem kynntu starfsemi sína. Þær Birna Guðrún og Erla Lind héldu utanum þennan flotta viðburð.
Með þessu vildi kvenfélagið Hjálpin fagna afmæli sínu og vekja athygli á kvenfélögum og starfi þeirra um allt land.
Við viljum þakka kvenfélaginu Hjálpin innilega fyrir styrkinn sem mun koma okkur að góðum notum, styrkir sem þessir eru ómetanlegir.
Um leið viljum við óska þeim til hamingju með 110 ára afmælið.