Þann 25. nóvember, á alþjóðlegum baráttudegi gegn kynbundnu ofbeldi, fóru Erla Hrönn og Ída í heimsókn í Menntaskólann á Tröllaskaga fyrir hönd Aflsins.
Erla Hrönn sagði frá starfsemi Aflsins og fór yfir ýmsa tölfræði varðandi ofbeldi og afleiðingar þess. Það kom m.a. fram að konur eru í miklum meirihluta þeirra sem verða fyrir ofbeldi og 90% þeirra sem til Aflsins leita eru konur. Lagt var áhersla á að Aflið eru samtök fyrir þolendur alls ofbeldis og hingað væri alltaf hægt að leita.
Alþjóðlegi baráttudagurinn gegn kynbundnu ofbeldi er mikilvægur dagur til að auka meðvitund um þann mikla samfélagsvanda sem kynbundið ofbeldi er. Með því að fræða ungmenni um skilning á kynbundnu ofbeldi, áhrif þess á samfélagið og hvernig hægt er að berjast gegn því, geta þau öðlast verkfæri til að koma í veg fyrir ofbeldi og vita hvað þau eiga að gera ef þau eru beitt ofbeldi. Kynningar sem þessar geta hjálpað við að skapa mikilvæga umræðu um hvernig samfélagið getur tekið ábyrgð á að útrýma ofbeldi.
Heimsóknin var vel nýtt og settar voru upp auglýsingar á allar helstu stofnanir á Ólafsfirði og Siglufirði.