Opið hús í Aðalstræti 14

Föstudaginn 27.júní voru opnaðar dyr Aðalstrætis 14 fyrir almenningi til að koma og kynnast starfseminni sem fram fer í húsinu. Hér starfa þrjú öflug almannaheillafélög sem veita fjölbreytta þjónustu og stuðning fyrir fólk sem hefur orðið fyrir ofbeldi.

Aflið styður þolendur og aðstandendur þeirra með einstaklingsviðtölum og námskeiðum til að vinna úr afleiðingum ofbeldis.

Kvennaathvarfið veitir konum og börnum þeirra öruggt skjól, viðtalsþjónustu og sinnir neyðarþjónustu allan sólarhringinn.

Bjarmahlíð er þjónustu- og upplýsingamiðstöð fyrir þolendur ofbeldis sem veitir ráðgjöf og styður þolendur í átt að tiltækum úrræðum.

Með að halda slíkan dag gefst fólki frábært tækifæri til að kynnast starfseminni, fræðast um úrræðin sem í boði eru og hitta fólkið á bak við störfin. Starfsfólk allra samtakanna var á staðnum allan daginn, tilbúið að svara spurningum og veita nánari upplýsingar. Þá gafst einnig innsýn í hvernig samtökin vinna saman að heildstæðri þjónustu fyrir þolendur.

Dagurinn heppnaðist vel, sólin skein og fjöldi fólks kom og tók þátt í deginum með okkur. Þökkum öllum kærlega fyrir komuna.

Scroll to Top