Starfskonur

Aníta

Ráðgjafi Aflsins á Akureyri

Aníta hefur starfað sem ráðgjafi hjá Aflinu síðan 2017. Hún útskrifaðist úr iðjuþjálfun árið 2001 og hefur unnið við það fag síðan, mest við endurhæfingu á geðsviði Landspítalans og Sjúkrahússins á Akureyri. Aníta hefur sótt ýmis námskeið og ráðstefnur tengt sínu fagi og áhugasviði. Auk þess lauk hún MÁPM námi haustið 2022 (meðvirkni- og áfallameðferð Piu Melody).

Erla Hrönn

Framkvæmdastýra

Erla Hrönn hefur unnið hjá Aflinu síðan 2022. Fyrir það kláraði hún M.A í kynjafræði og diplómu í hagnýtingu jafnréttisfræða. Hún starfar sem framkvæmdastýra Aflsins og sér um alla starfsemi Aflsins undir stjórn Aflsins.  

Erla

Skrifstofustjóri og ráðgjafi Aflsins á Blönduósi og Akureyri

Erla hefur starfað sem ráðgjafi hjá Aflinu síðan 2021. Hún er með BA gráðu í sálfræði, viðbótardiplóma í heilbrigðisvísindum og er markþjálfi. Auk þess hefur hún reynslu af ráðgjafastörfum frá Fíknigeðdeild Landspítalans.

Erla starfar bæði sem ráðgjafi og sem skrifstofustjóri Aflsins.

Jóhanna

Ráðgjafi Aflsins á Akureyri

Jóhanna hefur starfað sem ráðgjafi hjá Aflinu síðan 2020. Hún er hjúkrunarfærðingur en hef setið mikið af námskeiðum sem tengjast starfi sínu sem ráðgjafi. Til dæmis hefur hún tekið MPM nám; meðvirkni og áfallameðferð, er markþjálfi og lauk síðast diplómu í jákvæðri sálfræði.

Karen

Ráðgjafi Aflsins á Húsavík og Akureyri

Karen er með þriggja ára starfsreynslu sem sálfræðingur en hún útskrifaðist vorið 2019 úr Háskóla Íslands með mastersgráðu í klínískri sálfræði. Í Aflinu vinnur Karen eftir áfalla-upplýstri og styrkleikamiðaðri nálgun auk þess sem hún nýtir alla sína reynslu og menntun til þess að aðstoða skjólstæðinga sína með þær afleiðingar sem þau gæti verið að upplifa eftir að hafa verið beitt ofbeldi.
Karen hóf störf sín sem sálfræðingur á göngudeild BUGL, fór síðan yfir til Stígamóta og starfar nú að hluta til hjá Skólaþjónustu Norðurþings. Karen kom fyrst inn í Aflið sem ráðgjafi sumarið 2017 og hóf svo aftur störf þar haustið 2022 eftir að hafa flutt aftur norður. Karen veitir einstaklingsviðtöl á Húsavík og á Akureyri fyrir Aflið.
Í Aflinu vinnur Karen eftir áfalla-upplýstri og styrkleikamiðaðri nálgun auk þess sem hún nýtir alla sína reynslu og menntun til þess að aðstoða skjólstæðinga sína með þær afleiðingar sem þau gæti verið að upplifa eftir að hafa verið beitt ofbeldi.

Margaret

Ráðgjafi Aflsins á Egilstöðum og Reyðarfirði

Margaret hefur verið í sjálfboða ráðgjöf með konum af erlendum uppruna á Íslandi (W.O.M.E.N) siðan 2020 og byrjað sem ráðgjafi hjá Aflinu árið 2023.

Hún er framhaldskólakennari með BA í tungumál og menntunafræði, MA í kynjafræði og viðbótardiplóma í sérkennslufræði, jákvæðri sálfræði og klinískri handleiðslu.

Kristín

Ráðgjafi Aflsins á Akureyri

Kristín er þroskaþjálfi og hefur starfað við ráðgjöf síðan 2006. Einnig er hún acc vottaður markþjálfi, jóga og hugleiðslukennari.
Nánar um hana á fagvitund.is

Geirlaug

Fagleg ábyrgðarkona

Geirlaug er fjölskyldufræðingur, þroskaþjálfi og markþjálfi. Hún hefur verið fagleg ábyrgðarkona samtakanna frá árinu 2018 og sinnir hún handleiðslu ráðgjafa, stjórnar og verkefnastýru.

Scroll to Top