Aflið eru samtök sem voru stofnuð á Akureyri árið 2002 í framhaldi af tilraunastarfsemi Stígamóta þar sem í ljós kom mikil þörf fyrir samtök af þessu tagi. Starfsemin byggir á forsendum þolenda kynferðislegs ofbeldis og/eða heimilisofbeldis. Frá upphafi hefur Aflið vaxið þó nokkuð, árið 2011 voru viðtöl 685 og árið 2018 náðu viðtöl ákveðnum toppi en þá voru þau 1460 talsins. Síðan þá hefur orðið einhver lækkun á fjölda viðtala en árið 2021 voru tekin 628 viðtöl, það skýrist að hluta til vegna Covid, en engu að síður er fjöldi skjólstæðinga svipaður á milli ára. Starfandi ráðgjafar hjá Aflinu í dag eru fimm talsins.
Þar sem um mjög viðkvæm og persónuleg mál er að ræða er lögð rík áhersla á að fyllsta trúnaðar og þagmælsku sé gætt um öll mál og þá einstaklinga sem þangað leita.
Einstaklingsviðtöl fyrir þolendur ofbeldis og aðstandendur þeirra.
Sjálfshjálparhópar fyrir þolendur kynferðis- og heimilisofbeldis.
Fyrirlestra um starfsemi Aflsins, kynferðis- og heimilisofbeldi og afleiðingar þess.
1 af hverjum 4 stúlkum geta verið beittar kynferðisofbeldi fyrir 18 ára aldur.
1 af hverjum 6 drengjum geta verið beittir kynferðisofbeldi fyrir 18 ára.
Vinnan á Aflinu felst í því að gera einstaklinga meðvitaða um eigin styrk og aðstoða þá við að nota hann til að breyta eigin lífi og að sjá ofbeldið í félagslegu samhengi en ekki sem persónulega vankanta.
Við lítum svo á að þeir sem hingað leita séu „sérfræðingarnir“ í eigin lífi, það er að segja: Enginn þekkir betur afleiðingar kynferðisofbeldis en sá sem hefur verið beittur því.
Þar sem um sjálfshjálparstarf er að ræða ber hver einstaklingur ábyrgð á sinni vinnu en fær stuðning samkennd og ráðgjöf frá ráðgjöfum.
Þeir sem leita til Aflsins eru alls staðar að af landinu en þó sérstaklega frá Norðurlandi.
Starfandi ráðgjafar hjá Aflinu eru:
Handleiðari ráðgjafahópsins er Geirlaug G. Björnsdóttir.
Þessir ráðgjafar bjóða upp á einstaklingsviðtöl skjólstæðingum að kostnaðarlausu. Ef þú óskar eftir viðtali hvetjum við þig til að hafa samband með tölvupósti, með skilaboðum á Facebook síðu samtakanna eða í síma 461-5959 milli 8 og 12 á virkum dögum.
Stjórn Aflsins skipa:
Varamenn:
Verkefnastýra Aflsins er:
Hér er hægt að skoða ársskýrslur fyrra ára hjá Aflinu: