Styrkur okkar felst meðal annars í því að deila reynslu hvert með öðru. Allir hafa sína sérstöku sögu að segja og það er afhjúpunin og sannleikurinn sem getur gert okkur frjáls og hjálpað okkur.

Það getur hjálpað að lesa um reynslu og upplifun annarra sem orðið hafa fyrir ofbeldi. Það getur reynst mikilvægt fyrir einstaklinginn að vita að hann er ekki einn.

Ef þú vilt birta þína sögu hér á vefnum skaltu senda okkur hana í tölvupósti á netfangið aflid@aflidak.is og verður hún þá birt samkvæmt þinni eigin ósk hvort sem það er undir nafni, nafnlaust eða undir dulnefni.