Nú er tækifærið til að skrá sig í Reykjavíkurmaraþonið sem fer fram 20. ágúst n.k. og safna í leiðinni áheitum fyrir Aflið
Hægt er að panta tíma með því að hringja í síma 461-5959, senda okkur tölvupóst á aflidakureyri@gmail.com eða hafa samband í gegnum facebook síðu samtakanna.
Vinnan hjá Aflinu felst í því að gera einstaklinga meðvitaða um eigin styrk og aðstoða þá við að nota hann til að breyta eigin lífi og að sjá ofbeldið í félagslegu samhengi en ekki sem persónulega vankanta.
Við lítum svo á að þeir sem hingað leita séu „sérfræðingarnir“ í eigin lífi, það er að segja: enginn þekkir betur afleiðingar ofbeldis en sá sem hefur verið beittur því.
Þar sem um sjálfshjálparstarf er að ræða ber hver einstaklingur ábyrgð á sinni vinnu en fær suðning og samkennd frá annari/öðrum mannesku/m með sömu reynslu.
Nú er tækifærið til að skrá sig í Reykjavíkurmaraþonið sem fer fram 20. ágúst n.k. og safna í leiðinni áheitum fyrir Aflið
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hefur gert samning við Aflið samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi til þriggja ára í þeim tilgangi að styðja við og efla starfsemi félagsins gagnvart þolendum ofbeldis. Samningurinn er til þriggja ára og fær Aflið 18 milljónir króna á ári, eða samtals 54 milljónir á samningstímanum. Fyrri samningar hafa verið gerðir til eins árs en með þriggja ára samning geta samtökin skipulagt starfið lengra fram í tímann og eflt það en umsvif samtakanna hafa aukist undanfarið vegna aðkomu að Kvennaathvarfinu og Bjarmahlíð og nú síðast með opnun útbús á Austurlandi.
End of content.
No more posts to load.