Aðalfundur Aflsins 2020

Aðalfundur Aflsins verður haldinn miðvikudaginn 3.júní n.k. kl. 16.30. Fundurinn verður haldin í húsnæði Zoontaklúbbs Akureyrar, Aðalstræti 54. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf. Framboð til stjórnar tilkynnist með tölvupósti á netfangið aflidakureyri@gmail.com eigi síðar en 2. júní.

Góðar heimsóknir í Kjördæmaviku

Nú er að ljúka kjördæmaviku sem þingmenn nýta til að fara út í kjördæmi sín og hitta kjósendur. Kristín Heba gjaldkeri samtakanna og Sigurbjörg verkefnastjóri eru búnar að hitta mikið af góðu fólki þessa vikuna,ræða framtíð Aflsins og hvernig best sé að tryggja samtökunum öruggan rekstrargrundvöll næstu árin. Við þökkum kærlega fyrir heimsóknir og spjall […]

Félags- og barnamálaráðherra semur við Aflið á Akureyri

Aflið á Akureyri, samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi, fær átján milljóna króna framlag til að standa straum af starfsemi sinni, samkvæmt samningi sem Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, og Sigurbjörg Harðardóttir, verkefnisstjóri Aflsins, undirrituðu um síðustu helgi. Samningurinn byggir á samþykkt fjárlaganefndar Alþingis og gildir til 31. desember 2020. Meginmarkmið samningsins er að styrkja […]

Gestkvæmt í Aflinu

Það hefur verið gestkvæmt hjá okkur í Aflinu nú í september. í byrjun mánaðar kom þingmaður sjálfstæðisflokksins Njáll Trausti Friðbertsson í heimsókn og fór ásamt stjórnarmönnum og verkefnastjóra yfir stöðu Aflsins. Síðar í mánuðinum fengum við svo heimsókn frá Ásthildi Sturludóttur bæjarstóra, bæjarfulltrúunum Guðmundi Baldvi Guðmundssyni og Höllu Björk Reynisdóttir og Kristni J. Reimarssyni sviðsstjóra […]

Ofbeldi gegn erlendum konum á Íslandi

Föstudaginn 6. september stóð Aflið fyrir málstofu sem bar yfirskriftina “Ofbeldi gegn erlendum konum á Íslandi” Flutt voru þrjú mjög fróðleg erindi þar sem fram kom hvernig staðan raunverulega er. Fram kom í erindi Hildar Guðmundsdóttur vaktsýru í Kvennaathvarfinu að 35 prósent kvenna sem leituðu til athvarfsins á s.l. ári voru af erlendum uppruna. Þessi […]

Nú á vormánuðum opnaði nýtt úrræði fyrir þolendur ofbeldis á Norðurlandi, þolendamisðtöðin Bjamahlíð. Þolendamiðstöðin er til húsa að Aðalstræti 14 líkt og Aflið. Þess misskilnings hefur gætt að Aflið hafi hætt starfsemi þegar Bjarmahlíð opnaði. Hið rétta er að starfsemi Aflsins er og verður óbreytt og veitum við þjónustu fyrir þolendur kynferðis-, heimilis- og annars […]

Zonta konur styrkja Aflið

Á árlegu málþingi Aflsins sem fram fór nýverið afhendi Sesselja Sigurðardóttir varaformaður Zontaklúbbsins Þórunnar hyrnu Aflinu styrk að upphæð 127.000 kr. Upphæðin er innkoma aðgangseyris af hádegisfundi sem Zontaklúbburinn hélt ásamt Zontaklúbbi Akureyrar og Jafnréttisstofu á Alþjóðlegum baráttudegi kvenna og bar yfirskriftina “Að bogna en brotna ekki” Aflið þakkar innilega fyrir þennan rausnarlega styrk sem […]

Aðalfundur Aflsins.

Aðalfundur Aflsins, samtaka gegn kynferðis- og heimilisofbeldis var haldin fimmtudaginn 9. maí s.l. Fundarefni voru venjuleg aðalfundarstörf þar sem ársskýrla Aflsins 2018 var kynnt og einnig var ársreikningur fyrir árið 2018 lagður fram og samþykktur. Fjárhagsáætlun yfirstandandi árs var lögð fram til umræðu og að lokum fór fram kosning stjórnar og samþykkti aðalfundur eftirfarandi aðal- […]

Endurnýjaður samstarfssamningur milli Akureyrarbæjar og Aflsins.

Þriðjudaginn 14.  maí s.l. var skrifað undir endunýjaðan samstarfssamning milli Akureyrarbæjar og Aflsins, samtaka gegn kynferðis- og heimilisofbeldi. Markmið samningsins er að efla þjónustu fyrir brotaþola heimilis- og kynferðisofbeldis og aðstandendur þeirra og auka samvinnu samstarfsaðila sem vinna með fólk sem glímir við afleiðingar ofbeldis. Einnig að efla tengsl og samstarf Aflsins við félagsþjónustu og […]

Örmálþing um verkefnið Sjúkást í samstarfi við Stígamót

Aflið, samtök gegn heimilis- og kynferðisofbeldi og Stígamót boða til örmálþings um verkefnið “Sjúkást” fimmtudaginn 9. maí frá kl. 12:00-13:00 í anddyri Borga á Akureyri. Dagskrá: Steinunn Gyðu- Guðjónsdóttir fjallar um verkefnið Sjúkást. Sjúkást er forvarnaverkefni á vegum Stígamóta sem hefur það að markmiði að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi með fræðslu fyrir ungmenni um […]