Greinasafn fyrir flokkinn: Fréttir

Gestkvæmt í Aflinu

Það hefur verið gestkvæmt hjá okkur í Aflinu nú í september. í byrjun mánaðar kom þingmaður sjálfstæðisflokksins Njáll Trausti Friðbertsson í heimsókn og fór ásamt stjórnarmönnum og verkefnastjóra yfir stöðu Aflsins. Síðar í mánuðinum fengum við svo heimsókn frá Ásthildi Sturludóttur bæjarstóra, bæjarfulltrúunum Guðmundi Baldvi Guðmundssyni og Höllu Björk Reynisdóttir og Kristni J. Reimarssyni sviðsstjóra samfélagssviðs. Það var einnig gagnlegur fundur þar sem farið var yfir stöðu mála.
Það er mikilvægt fyrir Aflið að vera í góðum samskiptum við þingmenn kjördæmisins sem og við bæjarfulltrúana okkar. Við þökkum þessum góðu gestum kærlega fyrir komuna.

Ofbeldi gegn erlendum konum á Íslandi

Föstudaginn 6. september stóð Aflið fyrir málstofu sem bar yfirskriftina „Ofbeldi gegn erlendum konum á Íslandi“ Flutt voru þrjú mjög fróðleg erindi þar sem fram kom hvernig staðan raunverulega er. Fram kom í erindi Hildar Guðmundsdóttur vaktsýru í Kvennaathvarfinu að 35 prósent kvenna sem leituðu til athvarfsins á s.l. ári voru af erlendum uppruna. Þessi hópur kvenna á sjaldan stuðningsnet hér á landi sem gerir stöðu þeirra oft enn erfiðari.
Telma Velez sagði frá rannsókn sem er farin af stað og er um reynsla innflytjendakvenna af kynferðisofbeldi sem og starfstengdu ofbeldi. Gögn í rannsókninni eru m.a. annars unnin upp úr frásögnum kvenna sem komu fram í #metoo byltingunni og voru frásagnir sem Telma las upp sláandi og áhrifamikil. Að lokum kom Drífa Snædal forseti ASÍ og sagði frá stöðu erlends fólks á vinnumarkaði.
Öll þessi erindi vöktu upp margar spurningar og skapaðist góð mræða um málefnið í lok málstfunnar, þar var m.a. velt upp hvernig mætti breyta til betri vegar og hvernig best gæti verið að ná til þessa viðkvæma hóps.
Það er von okkar í Aflinu að þessi umræða verði til þess að opna augu okkar allra um þá miklu þörf sem er fyrir hendi að hjálpa þessum konum að eiga gott og innihaldsríkt líf á Íslandi.

Nú á vormánuðum opnaði nýtt úrræði fyrir þolendur ofbeldis á Norðurlandi, þolendamisðtöðin Bjamahlíð. Þolendamiðstöðin er til húsa að Aðalstræti 14 líkt og Aflið.
Þess misskilnings hefur gætt að Aflið hafi hætt starfsemi þegar Bjarmahlíð opnaði. Hið rétta er að starfsemi Aflsins er og verður óbreytt og veitum við þjónustu fyrir þolendur kynferðis-, heimilis- og annars ofbeldis. Geta þolendur leitað beint til Aflsins í síma: 461-5959, í gegnum netfangið aflidakureyri@gmail.com eða í gegnum facebook síðu Aflsins eins og áður.
Þolendamiðstöðin er kærkomin viðbót við þau úrræði sem þolendum ofbeldis stendur til boða, en þar er boðið upp á fjölþætta þjónustu m.a. í samvinnu við Aflið, Kvennaathvarfið, Kvennaráðgjöfina, lögregluna, félagsþjónustuna, heilsugæsluna, sjúkrahúsið o.fl.
Bæði þessi úrræði eru þolendum að kostnaðarlausu og hvetjum við þolendur ofbeldis að til að nýta sér þau úrræði sem í boði eru.

Zonta konur styrkja Aflið

Á árlegu málþingi Aflsins sem fram fór nýverið afhendi Sesselja Sigurðardóttir varaformaður Zontaklúbbsins Þórunnar hyrnu Aflinu styrk að upphæð 127.000 kr. Upphæðin er innkoma aðgangseyris af hádegisfundi sem Zontaklúbburinn hélt ásamt Zontaklúbbi Akureyrar og Jafnréttisstofu á Alþjóðlegum baráttudegi kvenna og bar yfirskriftina „Að bogna en brotna ekki“

Aflið þakkar innilega fyrir þennan rausnarlega styrk sem á eftir að nýtast vel í starfi Aflsins við að styðja við þolendur kynferðis og heimilisofbeldis.

 

 

Aðalfundur Aflsins.

Aðalfundur Aflsins, samtaka gegn kynferðis- og heimilisofbeldis var haldin fimmtudaginn 9. maí s.l. Fundarefni voru venjuleg aðalfundarstörf þar sem ársskýrla Aflsins 2018 var kynnt og einnig var ársreikningur fyrir árið 2018 lagður fram og samþykktur. Fjárhagsáætlun yfirstandandi árs var lögð fram til umræðu og að lokum fór fram kosning stjórnar og samþykkti aðalfundur eftirfarandi aðal- og varamenn í stjórn Aflsins:

Aðalmenn:

Elín Björg Ragnarsdóttir

Tryggvi Hallgrímsson

Kristín Heba Gísladóttir

Helga Ingvarsdóttir

Anna Soffía Víkingsdóttir

Vara:

Eva Harðardóttir

Rósa Matthíasdóttir

Aflið bíður  nýja stjórnarmenn velkomna og þakkar þeim sem hverfa nú úr stjórn fyrir vel unnin störf.

 

 

 

 

Endurnýjaður samstarfssamningur milli Akureyrarbæjar og Aflsins.

Þriðjudaginn 14.  maí s.l. var skrifað undir endunýjaðan samstarfssamning milli Akureyrarbæjar og Aflsins, samtaka gegn kynferðis- og heimilisofbeldi.

Markmið samningsins er að efla þjónustu fyrir brotaþola heimilis- og kynferðisofbeldis og aðstandendur þeirra og auka samvinnu samstarfsaðila sem vinna með fólk sem glímir við afleiðingar ofbeldis. Einnig að efla tengsl og samstarf Aflsins við félagsþjónustu og barnavernd.

Samtökin eru til húsa í Gamla spítala eða Gudmands Minde sem er í Aðalstræti 14 og er húsið í eigu Akureyrarbæjar. Á sama stað er til húsa Bjarmahlíð miðstöð fyrir þolendur ofbeldis.

 

Örmálþing um verkefnið Sjúkást í samstarfi við Stígamót

Aflið, samtök gegn heimilis- og kynferðisofbeldi og Stígamót boða til örmálþings um verkefnið “Sjúkást” fimmtudaginn 9. maí frá kl. 12:00-13:00 í anddyri Borga á Akureyri.

Dagskrá: Steinunn Gyðu- Guðjónsdóttir fjallar um verkefnið Sjúkást.

Sjúkást er forvarnaverkefni á vegum Stígamóta sem hefur það að markmiði að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi með fræðslu fyrir ungmenni um mörk, samþykki og heilbrigð sambönd. Steinunn mun kynna verkefnið og í framhaldi verður opnað fyrir spurningar og samtal við gesti. Gestir eru hvattir til að taka virkan þátt í samræðum.

Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir er verkefnastýra á Stígamótum og hefur leitt Sjúkást verkefnið. Steinunn er með meistaragráðu í alþjóðasamskiptum frá Columbia University í New York og BA gráðu í mannfræði frá Háskóla Íslands. Hún brennur fyrir baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi og hefur sérstakan áhuga á að fræða ungu kynslóðina til að sjá breytingar til frambúðar.

Viðburðurinn verður sendur út í gegnum Zoom https://zoom.us/j/3546934957

Fundarstjóri: Elín Björg Ragnarsdóttir, formaður Aflsins.

 

Aflið hlýtur styrk úr Samfélagssjóði Norðurorku

Fimmtudaginn 10. janúar úthlutaði Norðurorka styrkjum til samfélagsverkefna og fór athöfnin fram í Háskólanum á Akureyri. Markmið með styrkjum Norðurorku er að styðja við sjálfsprottið starf, starfsemi frjálsra félagasamtaka og framtak einstaklinga sem stuðlar að farsælli þróun samfélagsins, lífsgæðum og fjölbreyttu mannlífi. Aflið hlaut styrk að upphæð 250.000 kr. til hópastarfs með karlmönnum en Aflið hóf hópavinnu með karlkyns þolendum ofbeldis árið 2018. Karlmenn voru 15% skjólstæðinga Aflsins árið 2018 og samtökin fagna því að karlmenn leiti sér aðstoðar við að vinna úr afleiðingum ofbeldis og áfalla í auknum mæli. Það má ekki sísta þakka mikilli vitundarvakningu hin síðari ár um að ofbeldi sé aldrei á ábyrgð þolenda.

Kristín Heba Gísladóttir, gjaldkeri Aflsins, tekur við styrknum frá Helga Jóhannessyni forstjóra Norðurorku

Aflið þakkar Norðurorku fyrir stuðning þeirra við Aflið og önnur samfélagsverkefni á svæðinu.

Styrkur frá Gallup

Aflið fékk styrk að upphæð 150.000 kr. frá Gallup. Aflið var tilnefnt sem styrkþegi af þátttakendum í könnun Gallup nýverið og var styrkurinn afhentur við hátíðlega athöfn í húsnæði Gallup að Hvannavöllum á Akureyri þann 20. des.

Það er Aflinu mikils virði að þátttakendur í könnunum Gallup skuli vilja styrkja Aflið. Aflið þakkar þeim og Gallup innilega fyrir styrkinn.

Vigdís Rafnsdóttir, sérfræðingur á greiningarsviði hjá Gallup, afhendir Elínu Björgu Ragnarsdóttur, stjórnarformanni Aflsins styrk