Aðalfundur Aflsins 2019

Aðalfundur Aflsins 2019 Aðalfundur Aflsins verður haldinn fimmtudaginn 9. maí nk. kl: 17:30 í húsnæði Aflsins, Aðalstræti 14, gengið inn um syðri inngang. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf Framboð til stjórnar tilkynnist með tölvupósti á netfangið aflid@aflidak.is eigi síðar en 6. maí.

Aflið hlýtur styrk úr Samfélagssjóði Norðurorku

Fimmtudaginn 10. janúar úthlutaði Norðurorka styrkjum til samfélagsverkefna og fór athöfnin fram í Háskólanum á Akureyri. Markmið með styrkjum Norðurorku er að styðja við sjálfsprottið starf, starfsemi frjálsra félagasamtaka og framtak einstaklinga sem stuðlar að farsælli þróun samfélagsins, lífsgæðum og fjölbreyttu mannlífi. Aflið hlaut styrk að upphæð 250.000 kr. til hópastarfs með karlmönnum en Aflið hóf hópavinnu […]

Styrkur frá Gallup

Aflið fékk styrk að upphæð 150.000 kr. frá Gallup. Aflið var tilnefnt sem styrkþegi af þátttakendum í könnun Gallup nýverið og var styrkurinn afhentur við hátíðlega athöfn í húsnæði Gallup að Hvannavöllum á Akureyri þann 20. des. Það er Aflinu mikils virði að þátttakendur í könnunum Gallup skuli vilja styrkja Aflið. Aflið þakkar þeim og […]

Opið hús hjá Aflinu

Aflið hefur síðustu ár verið með opið hús í tengslum við 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi sem þetta árið fékk undirtitilinn #HearMeToo. Árið í ár var engin undantekning og var boðið til opins húss þann 6. desember s.l. Vel var mætt og góð stemming. Fanney Kristjáns Snjólaugardóttir og Dana Ýr hófu leikinn með því […]

Aðalfundur Aflsins

Aðalfundur Aflsins var haldinn fimmtudaginn 3. maí, á dagskrá voru venjuleg aðalfundarstörf. Á fundinn mættu fulltrúar frá VG, L-listanum og Samfylkingunni og Aflið fagnar þeim áhuga sem framboðin á Akureyri sýna starfsemi samtakanna. Elín Björg Ragnarsdóttir flutti pistil stjórnar þar sem hún stiklaði á stóru yfir starf samtakanna árið 2017 og stöðu samtakanna. Gestir fengu […]

Málþing um Miðstöð fyrir þolendur ofbeldis á Norður og Austurlandi

Aflið, samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi, stendur fyrir málþingi um Miðstöð fyrir þolendur ofbeldis á Norður og Austurlandi í anddyri Borga við Norðurslóð, fimmtudaginn 26. apríl næstkomandi. Málþingið hefst klukkan 16:00 Dagskrá: Málþing sett. Ársskýrsla Aflsins og starf samtakanna kynnt. Sigrún Sigurðardóttir, doktor við Háskólann á Akureyri og Jokka G Birnudóttir, fræðslufulltrúi Aflsins: „Öskrandi líkaminn og þöggun […]

Aðalfundur Aflsins

Aðalfundur Aflsins 2018 Aðalfundur Aflsins verður haldinn fimmtudaginn 3. maí nk. kl: 17:00 í húsnæði Aflsins, Aðalstræti 14, gengið inn um syðri inngang. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf Framboð til stjórnar tilkynnist með tölvupósti á netfangið aflid@aflidak.iseigi síðar en 2. maí.

Fundur fólksins í Hofi 8.-9. september

Lýðræðishátíðin Fundur fólksins verður haldin dagana 8. og 9. september 2017 í Hofi á Akureyri. Aflið verður með kynningarbás í Nausti þar sem starfsmenn Aflsins munu kynna starfsemi samtakanna og ræða við gesti hátíðarinnar. Á heimasíðu hátíðarinnar segir: „hátíðinni er ætlað að virkja lýðræðisþátttöku almennings og vera vettvangur allra þeirra sem vilja ræða málefni samfélagsins. Fundur […]

Aflið á „Nordiske kvinner mot vold” ráðstefnu

Fulltrúar frá Aflinu fjölmenntu á ráðstefnuna „Nordiske kvinner mot vold” sem haldin var á Grand Hotel Reykjavík dagana 1.-3. september. Óhætt er að segja að ráðstefnan hafi verið vel heppnuð og komu starfsmenn Aflsins fróðari og tvíefldir til baka eftir að hafa hlýtt á fjölda kvenna flytja erindi og vera með vinnustofur þar sem áherslan […]

Aflið virkt á hátíðum sumarsins

Aflið hefur átt í góðu samstarfi við skipuleggjendur hátíða víða á Norður og Austurlandi síðustu ár og engin breyting varð á því þetta árið. Aflið var með vaktir og viðveru á Bíladögum á Akureyri dagana 14.-17. júní. Starfsmenn Aflsins voru sýnilegir á helstu viðburðum og skemmtistöðum á Akureyri auk þess sem tjaldsvæði voru heimsótt. Starfsmenn […]