Skrifstofutími milli 8 og 12 á virkum dögum: 461-5959
Hægt er að panta tíma hjá ráðgjafa í gegnum síma alla virka daga á milli kl: 8:00-12:00. Á öðrum tímum bendum við á heimasíðuna okkar en á forsíðunni er takki þar sem hægt er að panta viðtal, einnig má senda okkur tölvupóst á netfangið aflid@aflidak.is eða senda skilaboð í gegnum Facebook síðu samtakanna. Við svörum öllum fyrirspurnum um viðtal eins fljótt og mögulegt er.
Aflið er fyrir alla sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi og/eða heimilisofbeldi og aðstandendur þeirra sem óska eftir ráðgjöf.
Það þarf mikinn kjark til að leita sér aðstoðar eftir áfall af þessum toga og er sérstaklega tekið tillit til þess þegar leitað er til Aflsins. Allir ráðgjafar Aflsins hafa sjálfir persónulega reynslu af því að vera beittir ofbeldi og hafa unnið úr afleiðingum þess. Að öðru leyti hafa ráðgjafarnir ýmsa reynslu og menntun sem nýtist þeim í starfi þeirra hjá Aflinu.
Öll þjónusta Aflsins við þolendur og aðstandendur þeirra er þeim að kostnaðarlausu.