Vinnan hjá Aflinu felst í því að gera einstaklinga meðvitaða um eigin styrk og aðstoða þá við að nota hann til að breyta eigin lífi og að sjá ofbeldið í félagslegu samhengi en ekki sem persónulega vankanta.

Við lítum svo á að þau sem hingað leita séu „sérfræðingarnir“ í eigin lífi, það er að segja: enginn þekkir betur afleiðingar ofbeldis en sá sem hefur verið beittur því.

Þar sem um sjálfshjálparstarf er að ræða ber hver einstaklingur ábyrgð á sinni vinnu en fær stuðning og samkennd frá annarri/öðrum manneskju/m með sömu reynslu.

Hægt er að panta tíma með því að hringja í síma 461-5959 frá 8-12 á virkum dögum, senda tölvupóst á aflid@aflidak.is eða aflidakureyri@gmail.com, eða senda skilaboð í gegnum Facebook síðu samtakanna.