Það hefur verið gestkvæmt hjá okkur í Aflinu nú í september. í byrjun mánaðar kom þingmaður sjálfstæðisflokksins Njáll Trausti Friðbertsson í heimsókn og fór ásamt stjórnarmönnum og verkefnastjóra yfir stöðu Aflsins. Síðar í mánuðinum fengum við svo heimsókn frá Ásthildi Sturludóttur bæjarstóra, bæjarfulltrúunum Guðmundi Baldvi Guðmundssyni og Höllu Björk Reynisdóttir og Kristni J. Reimarssyni sviðsstjóra samfélagssviðs. Það var einnig gagnlegur fundur þar sem farið var yfir stöðu mála.
Það er mikilvægt fyrir Aflið að vera í góðum samskiptum við þingmenn kjördæmisins sem og við bæjarfulltrúana okkar. Við þökkum þessum góðu gestum kærlega fyrir komuna.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *


*