Föstudaginn 6. september stóð Aflið fyrir málstofu sem bar yfirskriftina “Ofbeldi gegn erlendum konum á Íslandi” Flutt voru þrjú mjög fróðleg erindi þar sem fram kom hvernig staðan raunverulega er. Fram kom í erindi Hildar Guðmundsdóttur vaktsýru í Kvennaathvarfinu að 35 prósent kvenna sem leituðu til athvarfsins á s.l. ári voru af erlendum uppruna. Þessi hópur kvenna á sjaldan stuðningsnet hér á landi sem gerir stöðu þeirra oft enn erfiðari.
Telma Velez sagði frá rannsókn sem er farin af stað og er um reynsla innflytjendakvenna af kynferðisofbeldi sem og starfstengdu ofbeldi. Gögn í rannsókninni eru m.a. annars unnin upp úr frásögnum kvenna sem komu fram í #metoo byltingunni og voru frásagnir sem Telma las upp sláandi og áhrifamikil. Að lokum kom Drífa Snædal forseti ASÍ og sagði frá stöðu erlends fólks á vinnumarkaði.
Öll þessi erindi vöktu upp margar spurningar og skapaðist góð mræða um málefnið í lok málstfunnar, þar var m.a. velt upp hvernig mætti breyta til betri vegar og hvernig best gæti verið að ná til þessa viðkvæma hóps.
Það er von okkar í Aflinu að þessi umræða verði til þess að opna augu okkar allra um þá miklu þörf sem er fyrir hendi að hjálpa þessum konum að eiga gott og innihaldsríkt líf á Íslandi.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *


*