Nú á vormánuðum opnaði nýtt úrræði fyrir þolendur ofbeldis á Norðurlandi, þolendamisðtöðin Bjamahlíð. Þolendamiðstöðin er til húsa að Aðalstræti 14 líkt og Aflið.
Þess misskilnings hefur gætt að Aflið hafi hætt starfsemi þegar Bjarmahlíð opnaði. Hið rétta er að starfsemi Aflsins er og verður óbreytt og veitum við þjónustu fyrir þolendur kynferðis-, heimilis- og annars ofbeldis. Geta þolendur leitað beint til Aflsins í síma: 461-5959, í gegnum netfangið aflidakureyri@gmail.com eða í gegnum facebook síðu Aflsins eins og áður.
Þolendamiðstöðin er kærkomin viðbót við þau úrræði sem þolendum ofbeldis stendur til boða, en þar er boðið upp á fjölþætta þjónustu m.a. í samvinnu við Aflið, Kvennaathvarfið, Kvennaráðgjöfina, lögregluna, félagsþjónustuna, heilsugæsluna, sjúkrahúsið o.fl.
Bæði þessi úrræði eru þolendum að kostnaðarlausu og hvetjum við þolendur ofbeldis að til að nýta sér þau úrræði sem í boði eru.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *


*