Á árlegu málþingi Aflsins sem fram fór nýverið afhendi Sesselja Sigurðardóttir varaformaður Zontaklúbbsins Þórunnar hyrnu Aflinu styrk að upphæð 127.000 kr. Upphæðin er innkoma aðgangseyris af hádegisfundi sem Zontaklúbburinn hélt ásamt Zontaklúbbi Akureyrar og Jafnréttisstofu á Alþjóðlegum baráttudegi kvenna og bar yfirskriftina “Að bogna en brotna ekki”

Aflið þakkar innilega fyrir þennan rausnarlega styrk sem á eftir að nýtast vel í starfi Aflsins við að styðja við þolendur kynferðis og heimilisofbeldis.

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *


*