Þriðjudaginn 14. maí s.l. var skrifað undir endunýjaðan samstarfssamning milli Akureyrarbæjar og Aflsins, samtaka gegn kynferðis- og heimilisofbeldi.
Markmið samningsins er að efla þjónustu fyrir brotaþola heimilis- og kynferðisofbeldis og aðstandendur þeirra og auka samvinnu samstarfsaðila sem vinna með fólk sem glímir við afleiðingar ofbeldis. Einnig að efla tengsl og samstarf Aflsins við félagsþjónustu og barnavernd.
Samtökin eru til húsa í Gamla spítala eða Gudmands Minde sem er í Aðalstræti 14 og er húsið í eigu Akureyrarbæjar. Á sama stað er til húsa Bjarmahlíð miðstöð fyrir þolendur ofbeldis.