Aðalfundur Aflsins, samtaka gegn kynferðis- og heimilisofbeldis var haldin fimmtudaginn 9. maí s.l. Fundarefni voru venjuleg aðalfundarstörf þar sem ársskýrla Aflsins 2018 var kynnt og einnig var ársreikningur fyrir árið 2018 lagður fram og samþykktur. Fjárhagsáætlun yfirstandandi árs var lögð fram til umræðu og að lokum fór fram kosning stjórnar og samþykkti aðalfundur eftirfarandi aðal- og varamenn í stjórn Aflsins:
Aðalmenn:
Elín Björg Ragnarsdóttir
Tryggvi Hallgrímsson
Kristín Heba Gísladóttir
Helga Ingvarsdóttir
Anna Soffía Víkingsdóttir
Vara:
Eva Harðardóttir
Rósa Matthíasdóttir
Aflið bíður nýja stjórnarmenn velkomna og þakkar þeim sem hverfa nú úr stjórn fyrir vel unnin störf.