Aflið, samtök gegn heimilis- og kynferðisofbeldi og Stígamót boða til örmálþings um verkefnið “Sjúkást” fimmtudaginn 9. maí frá kl. 12:00-13:00 í anddyri Borga á Akureyri.
Dagskrá: Steinunn Gyðu- Guðjónsdóttir fjallar um verkefnið Sjúkást.
Sjúkást er forvarnaverkefni á vegum Stígamóta sem hefur það að markmiði að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi með fræðslu fyrir ungmenni um mörk, samþykki og heilbrigð sambönd. Steinunn mun kynna verkefnið og í framhaldi verður opnað fyrir spurningar og samtal við gesti. Gestir eru hvattir til að taka virkan þátt í samræðum.
Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir er verkefnastýra á Stígamótum og hefur leitt Sjúkást verkefnið. Steinunn er með meistaragráðu í alþjóðasamskiptum frá Columbia University í New York og BA gráðu í mannfræði frá Háskóla Íslands. Hún brennur fyrir baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi og hefur sérstakan áhuga á að fræða ungu kynslóðina til að sjá breytingar til frambúðar.
Viðburðurinn verður sendur út í gegnum Zoom https://zoom.us/j/3546934957
Fundarstjóri: Elín Björg Ragnarsdóttir, formaður Aflsins.