Fimmtudaginn 10. janúar úthlutaði Norðurorka styrkjum til samfélagsverkefna og fór athöfnin fram í Háskólanum á Akureyri. Markmið með styrkjum Norðurorku er að styðja við sjálfsprottið starf, starfsemi frjálsra félagasamtaka og framtak einstaklinga sem stuðlar að farsælli þróun samfélagsins, lífsgæðum og fjölbreyttu mannlífi. Aflið hlaut styrk að upphæð 250.000 kr. til hópastarfs með karlmönnum en Aflið hóf hópavinnu með karlkyns þolendum ofbeldis árið 2018. Karlmenn voru 15% skjólstæðinga Aflsins árið 2018 og samtökin fagna því að karlmenn leiti sér aðstoðar við að vinna úr afleiðingum ofbeldis og áfalla í auknum mæli. Það má ekki sísta þakka mikilli vitundarvakningu hin síðari ár um að ofbeldi sé aldrei á ábyrgð þolenda.

Kristín Heba Gísladóttir, gjaldkeri Aflsins, tekur við styrknum frá Helga Jóhannessyni forstjóra Norðurorku

Aflið þakkar Norðurorku fyrir stuðning þeirra við Aflið og önnur samfélagsverkefni á svæðinu.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *


*