Aflið fékk styrk að upphæð 150.000 kr. frá Gallup. Aflið var tilnefnt sem styrkþegi af þátttakendum í könnun Gallup nýverið og var styrkurinn afhentur við hátíðlega athöfn í húsnæði Gallup að Hvannavöllum á Akureyri þann 20. des.

Það er Aflinu mikils virði að þátttakendur í könnunum Gallup skuli vilja styrkja Aflið. Aflið þakkar þeim og Gallup innilega fyrir styrkinn.

Vigdís Rafnsdóttir, sérfræðingur á greiningarsviði hjá Gallup, afhendir Elínu Björgu Ragnarsdóttur, stjórnarformanni Aflsins styrk

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *


*