Aðalfundur Aflsins var haldinn fimmtudaginn 3. maí, á dagskrá voru venjuleg aðalfundarstörf.

Á fundinn mættu fulltrúar frá VG, L-listanum og Samfylkingunni og Aflið fagnar þeim áhuga sem framboðin á Akureyri sýna starfsemi samtakanna.

Elín Björg Ragnarsdóttir flutti pistil stjórnar þar sem hún stiklaði á stóru yfir starf samtakanna árið 2017 og stöðu samtakanna. Gestir fengu ársskýrslu og ársreikning Aflsins afhentan og  Níels Guðmundsson frá ENOR fór yfir ársreikninginn. Rekstraráætlun Aflsins fyrir yfirstandandi starfsár var kynnt en vegna niðurskurðar í framlögum frá ríkinu hefur Aflið þurft að skera verulega niður í allri þjónustu sem ekki snýr beint að ráðgjöf við þolendur og samningsbundinni fræðslu.

Í stjórn voru kosin:

Elín Björg Ragnarsdóttir, formaður
Hrafnhildur Gunnþórsdóttir
Rósa Matthíasdóttir
Tryggvi Hallgrímsson
Þórunn Anna Elíasdóttir

Varamenn í stjórn voru kosin:

Kristín Heba Gísladóttir
Snorri Björnsson

Eftir að fundi var slitið gæddu fundargestir sér á léttum veitingum og tóku spjall um starfsemina og daginn og veginn.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *


*