Aflið, samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi, stendur fyrir málþingi um Miðstöð fyrir þolendur ofbeldis á Norður og Austurlandi í anddyri Borga við Norðurslóð, fimmtudaginn 26. apríl næstkomandi. Málþingið hefst klukkan 16:00

Dagskrá:

Málþing sett.

Ársskýrsla Aflsins og starf samtakanna kynnt.

Sigrún Sigurðardóttir, doktor við Háskólann á Akureyri og Jokka G Birnudóttir, fræðslufulltrúi Aflsins:
„Öskrandi líkaminn og þöggun heilbrigðiskerfisins“.

Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra:
„Mæta þörfum þolenda ofbeldis”

Hafdís Inga Hinriksdóttir, félagsráðgjafi og sérfræðingur Bjarkarhlíðar:
„Reynslan og starfið í Bjarkarhlíð”

Fulltrúar frá Zontaklúbbunum á Akureyri afhenda Aflinu afrakstur Hádegisfundar til styrktar Aflinu sem haldinn var 8. mars s.l.

Málþingi lokað.

Allir velkomnir

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *


*