Lýðræðishátíðin Fundur fólksins verður haldin dagana 8. og 9. september 2017 í Hofi á Akureyri. Aflið verður með kynningarbás í Nausti þar sem starfsmenn Aflsins munu kynna starfsemi samtakanna og ræða við gesti hátíðarinnar.

Á heimasíðu hátíðarinnar segir: „hátíðinni er ætlað að virkja lýðræðisþátttöku almennings og vera vettvangur allra þeirra sem vilja ræða málefni samfélagsins. Fundur fólksins er vettvangur fyrir þátttöku, fræðslu og umræðu, suðupottur hugmynda þar sem alvöru fólk hlustar og ræðir saman í eigin persónu.”

Við vonumst til að sem flestir komi og eigi við okkur samtal og kynni sér starfsemi samtakanna.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *


*