Fulltrúar frá Aflinu fjölmenntu á ráðstefnuna „Nordiske kvinner mot vold” sem haldin var á Grand Hotel Reykjavík dagana 1.-3. september. Óhætt er að segja að ráðstefnan hafi verið vel heppnuð og komu starfsmenn Aflsins fróðari og tvíefldir til baka eftir að hafa hlýtt á fjölda kvenna flytja erindi og vera með vinnustofur þar sem áherslan var á raddir þolenda.

Það var mjög áhugavert að heyra af starfi samtaka og athvarfa á norðurlöndum og hvernig þau eru að nýta sér nýjustu tækni og samfélagsmiðla til að ná til fleiri einstaklinga sem þurfa á þjónustu þeirra að halda. Eins voru ávörp þolenda og umfjöllun um kröfur þeirra um að endurheimta sitt rými í samfélaginu mjög áhrifamikil.

Aflið þakkar starfsfólki Stígamóta og Kvennaathvarfsins fyrir góðar móttökur og fyrir skipulagningu ráðstefnunnar sem fór hnökralaust fram.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *


*