Fulltrúar frá Aflinu fjölmenntu á ráðstefnuna „Nordiske kvinner mot vold“ sem haldin var á Grand Hotel Reykjavík dagana 1.-3. september. Óhætt er að segja að ráðstefnan hafi verið vel heppnuð og komu starfsmenn Aflsins fróðari og tvíefldir til baka eftir að hafa hlýtt á fjölda kvenna flytja erindi og vera með vinnustofur þar sem áherslan var á raddir þolenda.

Það var mjög áhugavert að heyra af starfi samtaka og athvarfa á norðurlöndum og hvernig þau eru að nýta sér nýjustu tækni og samfélagsmiðla til að ná til fleiri einstaklinga sem þurfa á þjónustu þeirra að halda. Eins voru ávörp þolenda og umfjöllun um kröfur þeirra um að endurheimta sitt rými í samfélaginu mjög áhrifamikil.

Aflið þakkar starfsfólki Stígamóta og Kvennaathvarfsins fyrir góðar móttökur og fyrir skipulagningu ráðstefnunnar sem fór hnökralaust fram.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *


*