Starfsemi Aflsins byggir á styrkjum og frjálsum framlögum. Aflið hefur í gegnum tíðina notið mikils stuðnings í nærsamfélaginu og fyrirtæki og félagasamtök hafa verið dugleg að styrkja starf samtakanna. Á dögunum styrkti Lionsklúbbur Akureyrar Aflið með peningagjöf að upphæð 150.000 kr. Hrafnhildur Gunnþórsdóttir veitti styrknum viðtöku fyrir hönd Aflsins og fór athöfnin fram í húsnæði Lionsklúbbsins.

Aflið þakkar Lionsmönnum kærlega fyrir styrkinn og stuðninginn í gegnum árin.