Líkt og síðustu ár verður Aflið sýnilegt á Bíladögum og verðum við með gönguvaktir á stærstu viðburðum og í miðbænum.

Fréttatilkynning frá Akureyrarbæ:

 

Virðum réttinn til næðis og öryggis á Bíladögum

 

Fulltrúar frá Aflinu, Akureyrarstofu, Bílaklúbbi Akureyrar, framkvæmdamiðstöð Akureyrarbæjar, lögreglu og slökkviliði, funduðu í gærmorgun um Bíladaga 2017 sem nú standa yfir á Akureyri og lýkur formlega laugardaginn 17. júní. Fram kom í máli Einars Gunnlaugssonar formanns BA að vel hafi gengið fram að þessu, allt kapp sé lagt á að allir virði siðareglur Bíladaga og að tekið verði stíft á þeim brotum sem kunna að koma upp, líkt og gert var í fyrra. Þá gildi einu hvort brotin eigi sér stað utan eða innan aksturssvæðis BA. Aflið, samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi, verða sýnileg á stærstu viðburðum og lögreglan fylgist vel með því að allt fari vel fram. Lögreglumenn á vakt verða á bæði merktum og ómerktum bílum. Starfsmenn framkvæmdamiðstöðvar bæjarins hafa komið upp hraðahindrunum víða um bæinn til að koma í veg fyrir spól og óvarlegan akstur sem er að sjálfsögðu bannaður eins og ávallt.

 

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri á Akureyri leggur ríka áherslu á að allt fari vel fram og segir að eftir að allir viðburðir hafi verið færðir upp á akstursíþróttasvæði BA hafi skapast meiri sátt í bænum um Bíladaga. „Ég er jákvæður gagnvart því að halda hátíð sem þessa innan bæjarmarkanna en ekki nema það sé í fullri sátt við bæjarbúa. Það verða allir að leggjast á eitt, sýna tillitssemi og virða rétt íbúa til öryggis og næðis,“ segir Eiríkur Björn.

 

Siðareglur Bíladaga:

 

Meðfylgjandi mynd tók Ragnar Hólm að loknum samráðsfundi um Bíladaga sem haldinn var á aksturssvæði BA 14. júní.

Munum að koma vel fram hvort við annað og skemmta okkur fallega.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *


*