Aðalfundur Aflsins – Samtaka gegn kynferðis- og heimilisofbeldi var haldinn í húsakynnum samtakanna í Aðalstræti 14 miðvikudaginn 10. maí. Á fundinum fóru fram venjulega aðalfundarstörf þar sem ársskýrsla samtakanna fyrir árið 2016 var kynnt og Níels Guðmundsson frá ENOR kom og fór yfir ársreikning síðasta rekstarárs. Fyrir fundinn voru lagðar lagabreytingar til umræðu og samþykktar og voru þær samþykktar einróma.

Kosið var til stjórnar og er ný stjórn þannig skipuð:
Formaður: Elín Björg Ragnarsdóttir
Aðrir stjórnarmenn:
Arnar Logi Björnsson
Hrafnhildur Gunnþórsdóttir
Tryggvi Hallgrímsson
Þórunn Anna Elíasdóttir
Varamenn:
Sigrún Finnsdóttir
Rósa Matthíasdóttir

Arnar Logi Björnsson er eini meðlimur nýrrar stjórnar sem einnig sat í síðustu stjórn en Sigrún Finnsdóttir sem var formaður síðustu stjórnar tekur sæti sem varamaður í nýrri stjórn.

Aflið vill þakka þeim Sóleyju Björk Stefánsdóttur, Kristínu Hebu Gísladóttur og Önnu Guðnýju Egilsdóttur kærlega fyrir óeigingjarnt og ómetanlegt starf í þágu samtakanna og við óskum þeim velfarnaðar í öllu sem þær taka sér fyrir hendur.

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *


*